Guðmundur formlega úr Framsókn

Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður.
Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður. mbl.is/Heiðar

„Úrsögn mín varðar ekki bara einstök mál, vinnubrögð í flokksstarfi og annað slíkt, þótt mikilvægt sé. Ég tel að djúpstæð hugmyndafræðileg átök eigi sér stað undir niðri í íslensku samfélagi og víðar,“ segir Guðmundur Steingrímsson alþingismaður í pistli á vefsíðu sinni í dag en hann sagði sig formlega úr Framsóknarflokknum og um leið þingflokki flokksins fyrir hádegi.

Hann segir að hann vilji staðsetja sig rétt í þeim átökum og skori á aðra að gera slíkt hið sama. Annars vegar sé „ofuráhersla á þjóðernishyggju og afturhvarf til einangrunar, með tilheyrandi skertu frelsi einstaklinga og undirtökum þröngra hagsmunaafla. Hins vegar blasir við leið alþjóðasamvinnu sem felur í sér viðurkenningu á því að stærstu úrlausnarefni samtímans eru þjóðum sameiginleg“.

Í pistlinum ítrekar Guðmundur þá skoðun sína að þörf sé á nýjum stjórnmálaflokki á Íslandi sem sé grænn, frjálslyndur, víðsýnn og alþjóðasinnaður. Hann segir að síðan í gær hafi hann fengið miklar undirtektir við þá skoðun. Hann lýkur pistlinum á þeim orðum að það sé „kominn tími til að gera eitthvað“.

Heimasíða Guðmundar Steingrímssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert