Guðmundur úr framsókn

Guðmundur Steingrímsson er hættur í Framsóknarflokknum
Guðmundur Steingrímsson er hættur í Framsóknarflokknum mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir sig úr Framsóknarflokknum og þingflokki Framsóknarflokksins í dag. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann teldi þörf á nýju stjórnmálaafli hér á landi. „Það er ekki rétt að ég sé á leiðinni í Samfylkinguna á nýjan leik. Ég held að ég eigi samleið með frjálslyndu fólki úr Framsóknarflokknum, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni og raunar einnig að hluta til úr Vinstri grænum,“ sagði Guðmundur.

Guðmundur segir að það sé dágóður hópur, sem undirbúi nú stofnun nýs stjórnmálaafls. Það muni bara koma á daginn hversu stór sá hópur verði.

Talsverðrar ólgu hefur gætt innan Framsóknarflokksins undanfarna daga, þar sem ákveðnir framsóknarmenn sem eru í hópi ESB-sinna hafa ekki verið ánægðir með málflutning Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins, sem m.a. ítrekaði þá skoðun sína í grein hér í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, að leggja bæri aðildarumsókn að ESB til hliðar. Sú skoðun hans er í samræmi við ályktun flokksins á síðasta landsfundi hans.

Hallur Magnússon, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum á miðstjórnarfundi flokksins á Húsavík, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann skildi það vel að Guðmundur hefði fengið nóg. „Formaðurinn hefur ekki talað við Guðmund í tvö ár, nema til þess eins að skamma hann,“ sagði Hallur.

Hann sagði að þótt Guðmundur væri á leiðinni úr Framsóknarflokknum, þá væri ekki þar með sagt, að þegar í stað yrði stofnaður nýr flokkur, en hinu væri ekki að leyna, að „þeir frjálslyndari innan flokksins og þeir sem eru hallir undir aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið, hafa verið að ræða saman og munu halda því áfram.“ Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun nú vera um það rætt að um 30 manna hópur undirbúi nú stofnun þessa stjórnmálaafls. Fullyrt er að Össur Skarphéðinsson hafi komið að málum á bak við tjöldin, fyrir milligöngu aðstoðarmanns síns, Kristjáns Guy Burgess, og Róberts Marshalls, þingmanns Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, þar sem Össur vilji gera hvað hann geti til þess að tryggja sér ákveðin atkvæði á Alþingi, komi til þess að til tíðinda dragi með þingmenn eins og Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þráin Bertelsson, sem hefur hótað að styðja ekki fjárlög ríkisstjórnarinnar verði ekki gengið að kröfum hans hvað varðar framlög til Kvikmyndaskóla Íslands. Jafnfram er fullyrt að fyrrverandi stuðningsmannakjarni Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sé með í ráðum.

Engir aðrir þingmenn Framsóknarflokksins munu fylgja Guðmundi Steingrímssyni úr flokknum, eftir því sem næst verður komist.

Fyrir helgi sögðu þeir Gestur Guðjónsson, Andrés Pétursson og G. Valdimar Valdemarsson sig úr Framsóknarflokknum og tilgreindu sem ástæður úrsagna sinna málflutning formannsins í Evrópusambandsmálum.

Þá mun það hafa komið fram á Fésbókarsíðu Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda, sem einnig hefur verið virkur í Framsóknarflokknum, að hann hafi boðað úrsögn úr flokknum.

Fleiri gengið í flokkinn en farið

„Það er auðvitað leitt að missa mann úr þingflokknum en ég ræddi við Guðmund og hann fór vel yfir ástæður þess að hann tók þessa ákvörðun. Það er greinilegt að hann var búinn að velta þessu mikið fyrir sér. Þetta kom ekki að öllu leyti á óvart því að þegar Ásmundur Einar Daðason gekk til liðs við Framsóknarflokkinn sagðist Guðmundur þurfa að meta stöðu sína og þetta er því miður niðurstaðan. Eins og hann bendir sjálfur á er eðlilegt í stjórnmálum að menn finni sér þann vettvang þar sem þeir telja sig best geta komið sínum málum áleiðis. Ég óska Guðmundi velfarnaðar í framhaldinu og geri ráð fyrir að hann beiti sér áfram með okkur í þeim málum sem falla að skoðunum hans,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld.

Sigmundur segir hugsanlegt að einhverjir fleiri segi sig úr flokknum en að skrifstofa flokksins hafi upplýst sig um það að fleiri hafi skráð sig í flokkinn en úr honum að undanförnu.

Að mati Sigmundar breytir úrsögn Guðmundar Steingrímssonar úr Framsóknarflokknum litlu um stöðu ríkisstjórnarinnar enda hafi hann ekki stutt tillögu um vantraust á ríkisstjórnina á sínum tíma og hafi verið ólíklegur til að taka þátt í að fella stjórnina ef aftur kæmi til slíkrar atkvæðagreiðslu.

Innlent »

Deiliskipulag Landssímareits samþykkt

14:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag breytingar á deiliskipulagi Landssímareitsins svokallaða við Austurvöll. Þar með er heimild til að reisa 160 herbergja hótel á reitnum fest frekar í sessi. Meira »

Þrír slösuðust á Holtavörðuheiði

14:51 Þrír slösuðust í árekstrinum sem varð á Holtavörðuheiði fyrr í dag og verða þeir fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi eða á heilsugæslustöðina í Borgarnesi. Meira »

Starfshópur um seinkun klukku

14:47 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi til samræmis við gang sólar. Meira »

Vegum lokað um allt land

14:35 Búið er að opna vegi á Suðausturlandi en hætta er á að loka þurfi einhverjum hluta af Þjóðvegi 1 aftur. Hvasst er á svæðinu en vindhraði mælist til að mynda 22 m/s á Höfn og 26 m/s á Hvalnesi. Meira »

„Má segja að ríkið sleppi með þetta“

14:06 „Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Það má segja að ástæðan sé sú að umfang málsins fyrir Mannréttindadómstólnum er miklu minna en lagt var upp með í kærunni.“ Þetta segir Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, í samtali við mbl.is. Meira »

8 bíla árekstur á Holtavörðuheiði

13:39 Fjöldaárekstur varð á Holtavörðuheiði nú um eittleytið þegar að minnsta kosti 8 ökutæki rákust saman. Búið er að loka heiðinni vegna óhappsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

Sáu blágrænt ljós þjóta yfir himininn

12:50 Íbúar á Breiðdalsvík sáu blágrænt ljós á himni á mikilli ferð yfir bænum á þriðjudag. Hrafnkell Hannesson var einn þeirra íbúa sem varð var við ljósaganginn. Hann var staddur í Kaupfélaginu þegar ljósið fór yfir. „Þaðan sem við sátum virtist ljósið vera mjög nálægt,“ segir hann. Meira »

Skóla og sundlaug lokað vegna veðurs

12:58 Skólahald hefur verið fellt niður í dag í Varmahlíðarskóla, skólunum á Sauðárkróki og í Grunnskólanum austan Vatna vegna veðurs og þá verður sundlauginni í Varmahlíð lokað kl. 14. Meira »

Geir segist virða niðurstöðuna

12:30 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segist virða niðurstöðu Mannréttindadómstólsins, sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki gerst brotlegt við ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu með dómi Landsdóms í apríl 2012 gegn Geir. Meira »

Búið að opna yfir Skeiðarársand

12:08 Búið er að opna veginn um Skeiðarársand, en enn er þó óveður á svæðinu. Fyrr í morgun var opnað fyrir um­ferð und­ir Eyja­fjöll­um og eins frá Freys­nesi að Höfn. Hætta er þó á að það loki aftur undir Eyjafjöllum í dag og eins eru líkur á að Holtavörðuheiði lokist um miðjan dag Meira »

Telur Geir í raun ekki hafa tapað

12:04 „Dapurlegt þykir mér vera hlutskipti Mannréttindadómstólsins í Strasbourg og hann setja mjög niður með þessum úrskurði sínum um að pólitísk réttarhöld hafi verið í góðu lagi. Nánast hlægilegt er að lesa það í dómsorðinu að atkvæðareiðslan á Alþingi um að stefna Geir fyrir landsdóm hafi ekki verið pólitísk!“ Meira »

„Dómgreindin er til umhugsunar“

11:59 Ragnar Önundarson hefur skrifað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara Sjálfstæðisflokksins, opið bréf á Facebook þar sem hann ræðir m.a. áfram um prófílmynd hennar í samhengi við ásýnd Sjálfstæðisflokksins. Þar segir hann að myndin hafi ekki verið aðalatriðið heldur sé dómgreindin til umhugsunar. Meira »

Veittust að barni í bíl

11:22 Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í miðborg Reykjavíkur í gær vegna gruns um að hafa veist að fjögurra ára dreng. Barnið sat í aftursæti bíls sem móðir hans ók er árásin átti sér stað. Meira »

Þórhildur kjörin þingflokksformaður

11:06 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata, en kosið var í stjórn þingflokksins á þingflokksfundi í vikunni. Helgi Hrafn Gunnarsson var kjörinn varaþingflokksformaður og Jón Þór Ólafsson er ritari þingflokks. Meira »

Farþegarnir héldu á hótel

10:43 Fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á Egilsstöðum var lokað í gærkvöldi eftir að farþegar rútunnar sem lenti í árekstri við snjóplóg í Víðidal á Fjöllum höfðu fengið afgreiðslu sinna mála. Meiðsli ferðamannanna voru minniháttar. Meira »

Spá í að „hengja upp skíthælana“

11:07 Fjölgun tilfella þar sem brotið er á vinnuverndarlöggjöf og kjarasamningum hefur haldist í hendur við þann uppgang átt hefur sér stað í íslensku samfélagi síðustu misseri. Á þetta sérstaklega við í bygginga- og mannvirkjagerð þar sem oft er brotið á réttindum starfsfólks með víðtækum hætti. Meira »

Opnað fyrir umferð undir Eyjafjöllum

10:44 Búið er að opna vegi fyrir umferð undir Eyjafjöllum og eins frá Freysnesi að Höfn, en enn er lokað á Skeiðarársandi að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Óvíst er hvort unnt verður að opna um Skeiðarársand og Öræfasveit fyrr en um miðjan dag. Meira »

Fer fram á 4-5 ára fangelsi yfir Sveini

10:18 Saksóknari í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fer fram á fjögurra til fimm ára fangelsi yfir honum.  Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Bækur til sölu
Bækur til sölu Það blæðir úr morgunsárinu, tölus., áritað, Jónas E. Svafár, Spor...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Mazda 3 Vision 2015
Mazda 3 Vision 2015 dekurbíll til sölu Einn eigandi, keyrður 34.000 km, sjálfski...
 
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...