Útlendingastofnun að sligast

Gistiheimilið Fit í Reykjanesbæ
Gistiheimilið Fit í Reykjanesbæ mbl.is/Rax

Svo gæti farið að vistun hælisleitenda á gistiheimilinu FIT í Reykjanesbæ yrði hætt vegna fjárskorts. Hælisleitendamálin hafa sligað rekstur Útlendingastofnunar á þessu ári, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Róttækar breytingar gætu orðið á málum hælisleitenda á næstu misserum, ef ekki koma til auknar fjárveitingar frá ríkinu til Útlendingastofnunar, en einnig gæti farið svo að önnur verkefni stofnunarinnar yrðu skorin niður til að rýma til fyrir þessum málaflokki. Reykjanesbær rekur gistiheimilið, samkvæmt þjónustusamningi við Útlendingastofnun.

124% framúrkeyrsla

Stofnunin fékk 29 milljónir á fjárlögum þessa árs til að sinna málefnum hælisleitenda, en í því felst að gera flóknar rannsóknir á sögu fólksins og athuga sannleiksgildi hennar. Á árinu hefur stofnunin þegar eytt 65 milljónum króna í þennan málaflokk. Hún hefur því farið 36 milljónir fram úr áætlun í þeim eina málaflokki, en heildarfjárveiting til stofnunarinnar var tæpar 209 milljónir króna. Að sögn hefur meðal annars verið lagt til að framúrkeyrslan verði dregin af rekstrarfé stofnunarinnar á næsta ári, en það myndi þýða gríðarmikinn niðurskurð á starfsemi hennar almennt.

Samkvæmt heimildum blaðsins reynist mjög erfitt að fá innanríkisráðuneytið til að samþykkja aukin framlög til stofnunarinnar á fjárlögum næsta árs, enda enn eitt ár niðurskurðar á fjárlögum framundan og hver króna talin. Útlendingastofnun, Reykjanesbær og Rauði krossinn eru öll sögð beita þrýstingi á ráðuneytið um að leysa málið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert