Tugir flugvéla til sýnis

Nokkrir þátttakendur í sýningunni stilla sér upp fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins.
Nokkrir þátttakendur í sýningunni stilla sér upp fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins. Rax / Ragnar Axelsson

„Þetta var haldið í fyrsta sinn í fyrrasumar. Hátíðin heppnaðist gríðarlega vel og voru yfir 60 fornbílar og tæplega 40 flugvélar til sýnis,“ segir Sigurjón Valsson, formaður flugklúbbs Mosfellsbæjar, um flug- og bílasýninguna við Tungubakkaflugvöll í Mosfellsbæ. Verður sýningin haldin í annað sinn á morgun.

Hátíðin hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til fimm síðdegis. Ef veður leyfir er ætlunin að fljúga elstu svifflugvél á Íslandi.

„Hlutar af vélinni eru frá 1937 en hún var endursmíðuð af Flugsögufélagi Íslands. Þá vonumst við til að TF-ÖGN, elsta gangfæra flugvél landsins, verði gangfær á morgun. Við komum henni ekki í gang í dag en vinnum að því að laga hana,“ segir Sigurjón.

„Spáin er mjög góð. Það verða veitingar á staðnum. Aðgangur er ókeypis,“ segir Sigurjón og hvetur áhugafólk um bíla og flugvélar til að mæta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert