Betra að hækka skatta

Úr húsi Öryrkjabandalags Íslands í Hátúni.
Úr húsi Öryrkjabandalags Íslands í Hátúni. Brynjar Gauti

Heppilegra er að hækka skatta en að ganga lengra í niðurskurði á velferðarkerfinu, að mati fimm fundarmanna á flokksráðsfundi Vinstri grænna á Hótel Loftleiðum í dag. Velferðarþjónustan sé komin að þolmörkum.

„Flokksráðsfundur VG, haldinn 26. til 27. ágúst 2011, beinir því til þingflokksins að við komandi fjárlagagerð standi þingmenn flokksins vörð um velferðarþjónustuna, sérstaklega á landsbyggðinni. Einnig tryggi þeir að bóta- og lífeyrisþegar verði ekki fyrir frekari kjaraskerðingum en orðið er.

Flokksráðsfundurinn bendir á að velferðarþjónustan sé komin að þolmörkum og [að] hækkun skatta sé farsælli leið til að tryggja velferðarkerfið en áframhaldandi niðurskurður,“ segir í ályktuninni sem Einar Ólafsson, Guðmundur Magnússon, Jón Torfason, Sigríður Kristinsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson skrifa undir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert