Gæddu sér á múffulistaverkum

Borðin svignuðu undan múffulistaverkunum í lystigarðinum.
Borðin svignuðu undan múffulistaverkunum í lystigarðinum. mbl.is/Þorgeir

Margir tóku þátt í lautarferð í Lystigarðinum á Akureyri í dag þar sem „múffulistamenn" báru saman listaverk sín. Hægt var að smakka á listaverkunum og styrkja gott málefni í leiðinni.

Félaginu Mömmum og möffins var bannað að halda múffubasar fyrr í sumar þar sem múffurnar voru bakaðar í heimahúsum en ekki viðurkenndum eldhúsum. En í lautarferðinni gátu gestir nælt sér í múffur og lagt um leið 250 krónu framlag til styrktar fæðingardeildar sjúkrahússins á Akureyri.

Þá gaf bakaríið við Brúna á Akureyri 300 múffur sem voru í boði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert