Rækjustofninn er enn í lægð

Stofnstærð rækju mældist um 15% minni en á síðasta ári.
Stofnstærð rækju mældist um 15% minni en á síðasta ári. mbl.is/Kristján

Úthafsrækjustofninn við landið mælist enn lítill. Þetta er niðurstaða árlegra stofnmælinga Hafrannsóknastofnunar, sem fóru fram á Bjarna Sæmundssyni fyrir norðan land og austan í júlí sl. Aðstæður til mælinga voru góðar og veður var með eindæmum gott.

Stofnstærð rækju mældist um 15% minni en á síðasta ári. Mest magn af rækju fékkst við Grímsey, í Skagafjarðardjúpi og austast í Norðurkantinum. Bráðabirgðaútreikningar sýna að nýliðun rækju er enn slök og langt undir langtímameðaltali. Rækjan var að meðaltali stór og var hún svipuð og síðustu ár. Smæst var rækjan norðaustur af landinu en stærst við Kolbeinsey og á Rauða torginu.

Eins og undanfarin ár fékkst mikið af þorski í leiðangrinum, segir í frétt frá Hafró. Mest var af þorski austur af landinu. Magn grálúðu jókst töluvert árið 2009 og hefur verið tiltölulega hátt frá þeim tíma samanborið við fyrri ár. Báðar tegundirnar éta rækju og geta haft mikil áhrif á ástand rækjustofnsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert