503 milljarðar afskrifaðir

Heildarafskriftir í íslenska bankakerfinu námu rúmlega 503 milljörðum króna á árunum 2009 og 2010, samkvæmt svari sem fjármálaráðherra hefur veitt við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi.

Á árunum 2006-2008 voru heildarafskriftir í bankakerfinu 2,4 til 6 milljarðar króna árlega. En afskriftir á árunum 2009 og 2010 námu 503.296.561.150 krónum. Stærstur hlutinn, 481 milljarður, var vegna skulda lögaðila en 22,4 vegna skulda einstaklinga.

Svarið er byggt á upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Stofnunin vekur athygli á að fyrir árin 2006–2008 eru tölur frá tveimur stærstu bönkunum en fyrir árin 2009–2010 eru
tölur frá þremur stærstu bönkunum. Enn fremur lætur stofnunin þess getið að upplýsingunum beri að taka með þeim fyrirvara að bankarnir kunni að gefa sér mismunandi forsendur við útreikning á afskriftum.

Svarið í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert