Skilja betur eðli meinvarpa

Bandvefsumbreyting stofnfruma eftir samrækt með æðaþelsfrumum.
Bandvefsumbreyting stofnfruma eftir samrækt með æðaþelsfrumum. .

Vísindamenn á Rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum við Lífvísindasetur Háskóla Íslands og Landspítalann hafa birt grein í lífvísindaritinu PLoS ONE, þar sem þeir sýna fram á hvernig æðaþelsfrumur geta umbreytt stofnfrumum í brjóstkirtli í bandvefslíkar frumur.

Slíkar frumur hafa þann eiginleika að skríða frá upprunalegri staðsetningu yfir í nærliggjandi vefi og eru taldar gegna hlutverki í meinvörpum brjóstakrabbameina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands.

Þar segir m.a. annars að rannsóknin varpi ljósi á samspil æða- og brjóstakrabbameinsfrumna og auki þannig líkur á að hægt verði að þróa krabbameinsmeðferðir sem hindra meinvarpamyndun, sem eru helsta dánarorsök krabbameinssjúklinga.

Rannsóknin var hluti af doktorsverkefni Valgarðs Sigurðssonar og snerist um að þróa þrívítt frumuræktunarlíkan þar sem æðaþelsfrumur voru ræktaðar með stofnfrumum úr brjóstkirtli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert