Áhersla á styttri leigutíma

HS Orka
HS Orka mbl.is/Ómar

Í drögum að viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sveitarstjórna á Suðurnesjum og HS Orku frá því í apríl 2011 um fyrirhugaðar breytingar á nýtingarrétti HS Orku á jarðhita á Reykjanessvæðinu kemur fram að megintilgangur breytinganna er að stytta leigutímann.

Forsvarsmenn Norðuráls telja, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að ef niðurstaðan verður sú að stytta leigutíma jarðvarmans á Reykjanesi úr 65 árum í 30 til 35 ár, eins og er markmið stjórnvalda, samkvæmt ofangreindum gögnum, feli það í sér mun lakari arðsemi fyrir álverið í Helguvík.

Samkvæmt samningum sem gerðir voru á sínum tíma á milli HS Orku og Norðuráls, vegna fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík, tók HS Orka að sér að leiða orkuöflun fyrir álverið og útvega 350 megawött. Ágreiningur er á milli HS Orku og Norðuráls um efndir þeirra samninga og þar við sögu kemur einnig Orkuveita Reykjavíkur. Búist er við að gerðardómur með heimilisfesti í Svíþjóð úrskurði í þeim ágreiningi fyrir næstu mánaðamót.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag kemur fram að strax í apríl 2010 sendi Ásgeir Margeirsson, fyrir hönd Magma Energy Sweden A.B., drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu iðnaðarráðuneytisins og Magma Energy Sweden A.B. til ráðuneytisins þar sem m.a. sagði: „Aðilar munu... kanna til þrautar hvort hægt sé að breyta núverandi leigusamningum, þannig að samningar verði í samræmi við ætlun ríkisstjórnarinnar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert