Evran sterkari en krónan

Helgi Hjörvar.
Helgi Hjörvar.

Þrátt fyrir viðsjár á evrusvæðinu á undanförnum misserum hefur evran sýnt svo ekki verður um villst að hún er stöðugri gjaldmiðill en íslenska krónan. Þetta er mat Helga Hjörvars, formanns efnahags- og skattanefndar.

Tilefni ummælanna var fyrirspurn Péturs H. Blöndals, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hvernig stjórnvöld myndu bregðast við sviptingum á evrusvæðinu. Vísaði Pétur þá sérstaklega til umræðu um að Grikkland stefni í þjóðargjaldþrot og kunni í kjölfarið að yfirgefa evrusvæðið.

Svaraði Helgi fyrirspurninni með því að vísa í styrk evrunnar. Það hefði auðvitað efnahagsleg áhrif á Íslandi ef breytingar yrðu í gjaldmiðlamálum Evrópu, mikilvægasta markaðssvæðis íslenskra útflutningsfyrirtækja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert