Árangurslaus fundur um þingstörfin

Enginn árangur varð á einnar og hálfrar klukkustundar löngum fundi þingflokksformanna og forseta Alþingis í dag um þingstörfin. Ekkert liggur því fyrir um þinglok, en boðaður hefur verið kvöldfundur í kvöld, annan daginn í röð.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, óskuðu bréflega eftir fundi með forseta Alþingis í dag til að ræða framhald þingstarfa, en samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti septemberþingi að ljúka í dag.

Ragnheiður Elín sagði að fundurinn hefði staðið í eina og hálfa klukkustund, en menn hefðu færst lítið nær niðurstöðu. „Mér finnst þetta skipulag þingsins núna einkennast af algerri óstjórn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka