Vill gjaldeyrishöft burt innan árs

Hart hefur verið deilt á Alþingi um gjaldeyrishöft en Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, telur að þau geti verið við lýði til 2015.

Tveir prófessorar í hagfræði, Ragnar Árnason og Friðrik Már Baldursson, skiluðu báðir efnahags- og skattanefnd áliti. Að sögn heimildarmanna Morgunblaðsins vill Ragnar að höftunum verði aflétt með skipulegum hætti á innan við 12 mánuðum vegna þess hve miklum skaða þau valdi. Friðrik Már er á öðru máli.

„Ef höftunum yrði aflétt fyrirvaralaust myndi krónan í versta falli lækka að aflandsgenginu,“ segir Friðrik Már. „En engin leið er að sjá fyrir hvar það ferli myndi enda, það vill enginn grípa beittan hníf í fallinu. [...] Enginn ábyrgur aðili getur leyft sér að útiloka að sú áhætta sem hér er lýst sé til staðar.“

Ragnar segist á hinn bóginn álíta kostnaðinn af því að viðhalda gjaldeyrishömlunum fram til 2015 mjög verulegan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert