Alcoa ræðir ekki raforkukaup

Bakki við Húsavík.
Bakki við Húsavík. mbl.is/GSH

Alcoa er ekki eitt þeirra fyrirtækja sem eiga í viðræðum við Landsvirkjun um raforkukaup vegna uppbyggingar á Bakka við Húsavík. Þetta staðfestir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.

„Við höfum verið í könnunarviðræðum við tíu aðila sem hafa sýnt því áhuga að skoða Bakka og er Alcoa einn þeirra. Fimm fyrirtæki, þar af eitt álfyrirtæki, hafa hins vegar verið í alvarlegum viðræðum við okkur, það sem við köllum raunverulegar viðræður, undanfarin misseri um möguleg raforkukaup í tengslum við uppbyggingu á Bakka og það sem ég get staðfest er að Alcoa er ekki eitt af þeim.“

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa, vildi í gær ekki tjá sig um fyrirætlanir fyrirtækisins en vísaði þess í stað á yfirlýsingu sem það sendi frá sér á miðvikudag. Þar sagði m.a. að Alcoa hefði frá upphafi skoðað byggingu álvers á Bakka af fullri alvöru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert