Bílvelta á Suðurlandsvegi

Bílvelta varð í morgun á Suðurlandsvegi við bæinn Móeiðarhvol. Ökumaðurinn var einn í bílnum og er talið að hann hafi misst stjórn á bifreiðinni.

Ökumaðurinn var fluttur til skoðunar á heilsugæslu en ekki er talið að hann hafi orðið fyrir alvarlegum meiðslum að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert