Kallar Berlusconi „ræfil“

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason

Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, fer niðrandi orðum um Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, í pistli á heimasíðu sinni. Þingmaðurinn kallar þennan sigursælasta stjórnmálamann Ítalíu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar „ræfil“.

Skrifin vekja athygli í ljósi þess að Björn Valur er nýbúinn að biðjast opinberlega afsökunar á sambærilegri orðanotkun um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, líkt og fréttavefur Morgunblaðsins sagði frá. Þá hefur farið fram nokkur umræða í þjóðfélaginu um tungutak alþingismanna og þá virðingu sem þeir sýna andstæðingum sínum í ræðustól þingsins.

Björn Valur, sem er varaformaður fjárlaganefndar, gefur lítið fyrir málsvörn Berlusconis vegna ákvörðunar eins helsta matsfyrirtækis heims að lækka lánshæfismat Ítalíu.

Orðrétt skrifar þingmaðurinn:

„Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu segir að ákvörðun Standard & Poor´s um að lækka lánshæfismat Ítalíu endurspegli ekki raunveruleikann. Hann segir að ríkisstjórn sín sé með tök á málinu og aðgerðir í undirbúningi. Hann segir að öfundsjúkir útlendingar séu vondir við Ítalíu. Það er margt sem Berlusconi ræfillinn á sameiginlegt með þeim sem stjórnuðu Íslandi árið 2008. Hróp hans eru líkt og bergmál úr okkar eigin fortíð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert