7 milljarðar af sölu og arði

Frá afgreiðslu fjárlagafrumvarps á Alþingi.
Frá afgreiðslu fjárlagafrumvarps á Alþingi.

Fjárlagafrumvarpið vegna fjárlaga ársins 2012 er nú komið til fjármálaráðherra. Fjárlagafrumvarpið sem verður væntanlega prentað í næstu viku verður kynnt á fyrsta starfsdegi Alþingis í október. Gera má ráð fyrir að þeir meginrammar sem þegar hafa komið upp í umræðum um fjárlög 2012 haldi sér samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Var talið líklegt að gert væri ráð fyrir um 16-20 milljarða halla á næsta ári. Stefnt hafði verið að því að fjárlagahalli þessa árs næmi um 40 milljörðum. Fyrstu sjö mánuðina nam hann 68 milljörðum og er því þegar orðinn 28 milljörðum hærri. Fari sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáði eykst hallinn enn frekar vegna aukinna útgjalda á síðari hluta ársins. Ríkið þarf því að vinna sem mest af þeim halla upp á næsta ári, til að ná því markmiði sínu að vera með hallalaus fjárlög 2013-2014.

Eins og áður segir virðist sem þeir meginrammar sem þegar hafa komið fram haldi sér.

Þar ber helst að nefna fyrirhugaða niðurskurði og eignasölu. Hvorki virðist gert ráð fyrir skattahækkunum á almenning í formi tekjuskatts né virðisaukaskatts.

Skera á niður framlög til velferðarmála um 1,5% og stjórnsýslan þarf almennt að skera niður um 3%. Á síðasta ári var hluta af niðurskurði til heilbrigðismála frestað um eitt ár vegna mikillar óánægju með þá fyrirhugaða skerðingu heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Má gera ráð fyrir að einhverjar þeirra sársaukafullu aðgerða sem þá var frestað komi til framkvæmda á næsta ári.

Gert er ráð fyrir að skattahækkanir á atvinnulífið og eignasala skili ríkissjóði auknum tekjum. Hækka á veiðileyfagjald, umhverfis- og auðlindaskatta. Nýr skattur er einnig fyrirhugaður á fjármálafyrirtæki. Með honum er ekki aðeins lagður skattur á hagnað þeirra, heldur eru heildarlaunagreiðslur lagðar við þá upphæð og skattur reiknaður út frá því. Á þetta að vera liður í því að vinna gegn svokölluðum ofurlaunum. Eignasala og arðgreiðslur eiga að skila ríkinu samtals um 7 milljörðum. Í því sambandi hefur verið rætt um að selja skilyrt skuldabréf ríkisins í Landsbanka Íslands. Þá er Landsvirkjun og fleiri gert að greiða arð en arðgreiðslur skili um tveimur milljörðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert