Jarðskjálfti í Mýrdalsjökli

Talsverður órói hefur verið í Mýrdalsjökli eins og sést á …
Talsverður órói hefur verið í Mýrdalsjökli eins og sést á þessu korti af vef Veðurstofunnar.

Jarðskjálfti, sem mældist 2,8 stig, varð í Mýrdalsjökli laust fyrir klukkan 7 í morgun og voru upptökin tæpa 5 km austnorðaustur af Goðabungu, samkvæmt sjálfvirkum skjálftalista Veðurstofu Íslands.

Um stakan skjálfta mun hafa verið að ræða samkvæmt Veðurstofunni og er ekki talið að hann sé fyrirboði um eitthvað meira en nokkur virkni hefur verið á þessum slóðum í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert