Krefur Björn um eina milljón í bætur

Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður, hefur boðist til þess að verja Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra, í meiðyrðamáli sem Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrum stjórnarformaður Baugs, hefur höfðað gegn Birni. Jón Ásgeir krefst þess að fá eina milljón króna í bætur. Þetta kemur fram á heimasíðu Björns.

Málið snýst um það að í bók Björns, Rosabaugur sem kom út fyrr á þessu ári og fjallar um Baugsmálið svonefnt, var sagt að Jón Ásgeir hefði verið sakfelldur fyrir fjárdrátt þegar hið rétta var að hann var sakfelldur fyrir meiriháttar bókhaldsbrot. Björn baðst að eigin frumkvæði opinberlega afsökunar á mistökunum og leiðrétti þau í annarri prentun af bókinni.

„Að átta sig á réttarágreiningi í málinu kann að reynast erfitt þar sem ég hef dregið til baka og leiðrétt í 2. prentun bókarinnar þá villu sem Jón Ásgeir telur meiðandi fyrir sig. Auk þess hef ég beðist afsökunar á ritvillunni,“ segir Björn á heimasíðu sinni.

Lögmaður Jóns Ásgeirs, Gestur Jónsson, birti Birni stefnu fyrr í þessari viku þar sem hann er kærður fyrir meðyrði.

Heimasíða Björns Bjarnasonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert