Björg formaður Persónuverndar

Björg Thorarensen.
Björg Thorarensen.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hefur skipað Björgu Thorarensen, lagaprófessor við lagadeild Háskóla Íslands, nýjan formann stjórnar Persónuverndar. Verður hún þá annar formaður stjórnarinnar.

Björg tekur við af Páli Hreinssyni, hæstaréttardómara en hann hefur tekið við starfi dómara hjá EFTA-dómstólnum í Lúxemborg. Páll var formaður stjórnar Persónuverndar frá upphafi eða árinu 2000. Hann var áður formaður tölvunefndar frá árinu 1999.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert