Skemmdarverk unnin á leiðum í Borgarnesi

Skemmdarvargar rifu upp krossar og veltu legsteinum við í kirkjugarðinum …
Skemmdarvargar rifu upp krossar og veltu legsteinum við í kirkjugarðinum í Borgarnesi í nótt.

Það var ljót aðkoma að kirkjugarðinum í Borgarnesi í morgun en þar höfðu verið unnin skemmdarverk á tuttugu og níu leiðum í nótt. Sums staðar hafði legsteinum verið velt við en annars staðar voru krossar rifnir upp, auk þess sem skreytingar voru skemmdar.

Kirkjugarðar og leiði eru friðhelg samkvæmt lögum um kirkjugarða og almennum hegningarlögum. Röskun á grafarhelgi varðar sektum og allt að sex mánaða fangelsi samkvæmt ákvæðum hegningarlaga.

Lögreglan í Borgarnesi og Dölum leitar nú skemmdarvarganna og biður þá sem telja sig geta veitt einhverjar upplýsingar um málið að hafa samband í síma 433-7612

Skemmdarverk voru unnin í kirkjugarði Borgarness í nótt
Skemmdarverk voru unnin í kirkjugarði Borgarness í nótt
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert