Maðurinn ekki alvarlega veikur

Landspítali háskólasjúkrahús
Landspítali háskólasjúkrahús Þorvaldur Örn Kristmundsson

TF Líf þyrla Landhelgisgæslunnar sótti um þrjúleytið í dag mann upp á Mosfellsheiði við fjallið Borgarhóla en maðurinn hafði veikst skyndilega í gönguferð. Þyrlan hafði verið á leið í annað verkefni og var því laus þegar kallið kom en maðurinn var kominn á Landspítalann í Fossvogi á innan við klukkutíma frá því að kallað var út. Veikindi mannsins reyndust ekki jafn alvarleg og talið var í fyrstu.

Neyðarsveit slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og björgunarsveitir voru einnig kallaðar út. Slökkviliðið fór á jeppa og sexhjólum til að komast að manninum og nýtti sér til þess línuvegi en maðurinn var þá staddur um þrjá kílómetra frá Nesjavallaleið. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var talið að maðurinn þyrfti að komast sem fyrst undir læknishendur auk þess sem þoka var byrjuð að myndast á svæðinu og þyrlan sótti því manninn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert