Enn skjálftar á Hellisheiði

Töluverður fjöldi jarðskjálfta hefur mælst á Hellisheiði í kvöld.
Töluverður fjöldi jarðskjálfta hefur mælst á Hellisheiði í kvöld. Kort/Veðurstofa Íslands

Töluverður fjöldi jarðskjálfta hefur mælst á Hellisheiði í kvöld, í grennd við Hellisheiðavirkjun, að því er segir á vefsvæði Veðurstofu Íslands. Slá má því föstu að þarna sé um að ræða skjálftavirkni sökum niðurdælingar vatns. Flestir eru skjálftarnir litlir, þeir stærstu um eða rétt yfir tveir að styrk.

Langflestir jarðskjálftar sem hafa mælst undanfarnar vikur eiga upptök sín á Hellisheiði. Þar mældust mörg hundruð skjálftar í síðustu viku sem urðu vegna niðurdælingar á affallsvatni við Hellisheiðarvirkjun. Vatnið streymir um sprungur og misgengi í jörðinni og virkar eins og hvati á höggun og hnik í jarðlögunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert