Kvótafrumvarpið gallað

Jóhanna Sigurðardóttir í Kastljósi í kvöld.
Jóhanna Sigurðardóttir í Kastljósi í kvöld.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld að fiskveiðistjórnunarfrumvarpið, sem ríkisstjórnin lagði fram á Alþingi í vor, hefði verið gallað að mörgu leyti en margt ágætt væri einnig í því.

„Frumvarpið hefur sætt mikilli gagnrýni, en engu að síður eru markmiðin sem við setjum fram, um að arðurinn eigi að renna í meira mæli til þjóðarinnar, að það verði aukin nýliðun í kerfinu og að kvótaeign sé ekki á hendi fárra og að þeir sem eru handhafar kvótans í dag geti ekki verið að fénýta þetta þannig að leiguliðar þurfi að greiða okurverð fyrir kvótann; öll þessi markmið tel ég að mæti skilningi,“ sagði Jóhanna.

„Þetta var gallað frumvarp að mörgu leyti,“ sagði Jóhanna um frumvarpið um breytingar á stjórn fiskveiða sem lagt var fram í vor.

Jóhanna sagði að við skoðun hefði ýmislegt komið upp sem vekti athygli. Allt upp undir helmingur af veðsetningu kvótans hefði ekki farið í sjávarútveginn heldur óskylda starfsemi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert