Flugfreyjur undirrita samning

Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair skrifuðu undir nýjan kjarasamning rétt í þessu en sáttafundur hafði staðið yfir í dag í húsakynnum Ríkissáttasemjara.

Fyrsta verkfallinu sem hefjast átti 10. október hefur verið frestað um hálfan mánuð og verður þess í stað 24. október ef samningarnir verða ekki endanlega samþykktir.

Kjarasamningarnir fara nú í atkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna í Flugfreyjufélagi Íslands en fyrri samningar sem undirritaðir höfðu verið voru felldir af félagsmönnum í lok september síðastliðins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert