Aukin umsvif á næsta ári kalla á fleiri starfskrafta

Icelandair áfomar að auka umsvifin um 15% á næsta ári.
Icelandair áfomar að auka umsvifin um 15% á næsta ári. mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair auglýsti eftir flugmönnum til starfa í atvinnuauglýsingum helgarinnar vegna aukinna umsvifa.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir auglýsingarnar vera í samræmi við þær áætlanir sem félagið hefur fyrir næsta ár en þá er gert ráð fyrir stærstu áætlun í 75 ára sögu félagsins.

„Við erum að bæta við nýjum áfangastað í Bandaríkjunum og auka við tíðni á aðra staði. Við gerum ráð fyrir að vaxa um 15% á næsta ári svo það kallar á fleiri flugmenn og fleiri starfsmenn víðar um fyrirtækið. Við erum fyrst og fremst að auglýsa eftir flugmönnum til starfa fyrir næsta sumar, yfir háönnina.“

Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir það fagnaðarefni þegar auglýst er eftir flugmönnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert