Búnaðurinn fannst eftir leit

Siv Friðleifsdóttir.
Siv Friðleifsdóttir. Sverrir Vilhelmsson

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagði fyrir dómi í dag að hún hafi látið leita í bíl sínum eftir að henni þótti grunsamlegt hversu oft sambýlismaður hennar fyrrverandi vissi um ferðir hennar. Við leitina fannst búnaðurinn, og þurfti að taka tæki úr mælaborðinu til að finna hann.

Siv sagðist fyrst hafa haldið að Þorsteinn Húnbogason væri með menn að elta sig. Þegar hún svo kom inn á heimili sitt fyrrverandi til að hitta son sinn fann hún miða þar sem skrifað var mínútu fyrir mínútu hvar hún var heilan dag. Á einni þeirri staðsetningu hafði Þorsteinn birst í eigin persónu.

Hún sagðist hafa slökkt á búnaði í síma sínum ef hann væri að elta sig í gegnum það. Í kjölfarið lét hún leita í bílnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert