Ekki tilraun til þöggunar

Karl Sigurbjörnsson, biskup.
Karl Sigurbjörnsson, biskup. mbl.is/Ómar

Biskupsstofa hefur jafnframt sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur. Þar er m.a. vitnað til niðurstöðu Rannsóknarnefndar kirkjunnar um að ekki hafi verið um tilraun til þöggunar að ræða í meðferð kirkjunnar og biskups í málinu.

Yfirlýsing Biskupsstofu er eftirfarandi:

„Biskupsembættið og kirkjuráð hafa sætt gagnrýni í sambandi við samskipti þeirra við Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur. Flestir þættir þessa máls komu fram í Rannsóknarskýrslu kirkjuþings. Þó virðist ríkjandi sá skilningur að erindi hennar hafi ekki verið svarað fyrr en rúmu ári síðar og því er mikilvægt vegna umræðunnar að benda á nokkur atriði varðandi þetta til skýringar.

Guðrún Ebba setti í bréfi sínu fram nokkur atriði um bætt vinnubrögð kirkjunnar varðandi kynferðisbrotamál auk þess að óska eftir því að Sigrún Pálína Ingvarsdóttir fengi áheyrn hjá Kirkjuráði, sem og hún sjálf. Kirkjuráð ákvað að bjóða Sigrúnu Pálínu á fund ráðsins 19. júní 2009 og var Guðrúnu Ebbu boðið að koma á þann fund. Guðrún Ebba hafnaði því og taldi mál þeirra ósambærileg. Í lok fundarins með Sigríði Pálínu samþykkti Kirkjuráð ályktun sem tekur mið af ábendingum Guðrúnar Ebbu. Kirkjuþing 2009 samþykkti siðareglur fyrir presta og alla starfsmenn kirkjunnar og reglur um svonefnda skimun. Það var gert til að bæta vinnubrögð kirkjunnar.

Þegar Guðrún Ebba mætti til fundar við Kirkjuráð 17. ágúst 2010 baðst biskup afsökunar á því hve dregist hefði að svara málaleitan hennar. Hún tók því vel og sagði að sér væri mest um vert að fundurinn ætti sér stað. Á fundinum sagði Guðrún Ebba sögu sína og biskup tjáði henni sorg og samlíðan viðstaddra og tjáði henni hvað kirkjan hefði gert til að koma á móts við óskir hennar og vinna að betri vinnubrögðum og viðhorfum í þessum efnum.

Þegar ásökun kom fram síðastliðið sumar um að meðferð kirkjunnar á þessu máli væri tilraun til þöggunar af hálfu biskups ákvað Kirkjuráð að fara þess á leit við Kirkjuþing að sett yrði á laggirnar óháð Rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á málinu.

Niðurstöður nefndarinnar lágu fyrir hinn 10. júní síðastliðinn. Þar er bent á að mistök hafi verið gerð hvað varðar skráningu erindisins og dráttur á því að Guðrún Ebba var boðuð til fundar. Að mati nefndarinnar var hér þó ekki um tilraun til þöggunar að ræða.

Biskup og Kirkjuþing báðust afsökunar á mistökunum. Kirkjuþing samþykkti einróma ályktun og kaus fimm manna nefnd til að koma með tillögur um úrbætur í samræmi við ábendingar rannsóknarnefndarinnar með það að markmiði að vinnubrögð í öllu sem snertir forvarnir, fræðslu og viðbrögð og eftirfylgd er varða kynferðislegt áreiti og ofbeldi væri til fyrirmyndar. Þær tillögur verða lagðar fyrir Kirkjuþing 2011."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þættir um feril Eiðs Smára

13:36 Tökur hófust í vikunni á sjónvarpsþáttaröð um knattspyrnuferil Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Í þáttunum verða heimsótt flest þau félög sem Eiður hefur leikið með á löngum ferli, til dæmis Chelsea og Barcelona, og rætt við ýmsa fyrrverandi leikmenn. Meira »

Siðanefnd vísar kæru Spencer frá

13:27 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Roberts Spencer á hendur fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst. Spencer kom hingað til að flytja fyrirlestur um íslam. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

13:08 Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »

Yfir 100 tónlistarviðburðir um alla borg

11:26 Í ár verður Menningarnótt ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika; Tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, Garðpartí Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og hip-hop tónleika á Ingólfstorgi. Meira »

Guðni kláraði með efsta fjórðungnum

11:35 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kláraði hálfmaraþon á rétt rúmri einni klukkustund og 47 mínútum í morgun. Tókst honum því að klára maraþonið innan hraðasta fjórðungsins en hann varð 503. í mark af 2.619 skráðum til leiks. Meira »

Baldvin og Nina fyrst í 10 km hlaupinu

11:19 Sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru þau Baldvin Þór Magnússon og Nina Henriette J Lauwaert frá Belgíu. Meira »

Hægri-stefnan lím ríkisstjórnarinnar

11:04 Skattamál, umhverfismál, aukinn ójöfnuður í samfélaginu og einkarekstur voru á meðal þeirra pólitísku mála sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gerði að umfjöllunarefni ræðu sinnar sem hún hélt á flokksráðsfundi VG í morgun. Meira »

Hlynur og Elín fyrst í hálfu maraþoni

11:00 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka streyma í mark í Lækjargötunni. Búið er að krýna sigurvegar í hálfu maraþoni en fyrsti karl í mark var Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrsta kona. Meira »

Söfnun plasts gengur vel

10:18 Tilraunaverkefni í Kópavogi um söfnun plasts frá heimilum í blátunnur hefur skilað árangri en plastsöfnunin hófst í byrjun nóvember í fyrra. Íbúum hefur verið gert kleift að flokka plastumbúðir á heimilum og setja með pappírflokkunum í blátunnuna. Meira »

Vinnuvélarnar verði knúnar íslenskri repjuolíu

09:57 Til greina kemur að vinnuvélar og tæki sem notuð verða við lagningu Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1) yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins verði knúin repjuolíu. Meira »

Fimm sækja um Dómkirkjuna

08:30 Fimm umsóknir bárust um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavík.   Meira »

Ók á bíl og hljóp út í móa

08:17 Nokkuð var um umferðaróhöpp og í sumum tilvikum afstungur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ekið var á bifreið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu, og stakk sá er það gerði af. Meira »

Hlauparar lagðir af stað

09:03 Keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru lagðir af stað í blíðskaparveðri. Yfir 14 þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af um 4000 útlendingar frá 87 löndum. Meira »

Hlýddi ekki merkjum lögreglu og var handtekinn

08:20 Ökumaður, sem ók sviptur ökuréttindum, lét ekki segjast þegar lögregla gaf honum ítrekað merki um að stöðva bifreiðina á Sandgerðisvegi heldur ók til Sandgerðis þar sem hann var handtekinn. Meira »

Hætt við næturfrosti

08:15 Í dag er spáð norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi suðaustanlands í fyrstu sem getur reynst varasamur fyrir létta vagna. Hætt er við næturfrosti í innsveitum á Norðurlandi í nótt. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Bílskúr til leigu í Vesturbænum
Upphitaður 24,5 fm bílskúr til leigu í Vesturbænum. Leigusamningur að lágmarki ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...