Langþreytt á partíhaldi

Samkvæmi eiga ekki heima í fjölbýlishúsum langt fram á nætur.
Samkvæmi eiga ekki heima í fjölbýlishúsum langt fram á nætur. mbl.is/Kristinn

„Efri hæðin hefur verið eins og næturklúbbur sem er opinn allan sólarhringinn, alla daga. Þangað kemur allskonar fólk sem hangir í stigaganginum, talar hátt og spilar tónlist á fullum styrk. Við höfum stundum ekki sofið sólarhringum saman en samt er ekkert hægt að gera í málinu.“

Svo lýsir ungur karlmaður í Vesturbæ Reykjavíkur ástandinu í þriggja íbúða húsi sem hann býr í ásamt konu sinni og tólf ára barni. Fjölskyldan býr á miðhæðinni og á efri hæðinni býr ungur maður sem hefur valdið þeim svefnleysi í langan tíma.

„Maðurinn er í þannig starfi að hann fer í burtu tímabundið en er svo heima í langan tíma og heldur þá partí alla daga. Þegar hann er ekki heima lánar hann öðrum lyklana að íbúðinni til að halda partí,“ segir íbúinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Við höfum hringt mörgum sinnum í lögregluna og hún er meira að segja hætt að mæta stundum þegar við hringjum. Lögreglan segist ekkert geta gert því hann á íbúðina. Partíið heldur áfram með áfengi og fíkniefnum og löggan gerir ekkert þrátt fyrir að hurðinni hjá okkur hafi einu sinni verið sparkað upp um nótt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert