Skjálftarnir setja óhug í fólk

Hellisheiðarvirkjun.
Hellisheiðarvirkjun. Rax / Ragnar Axelsson

„Það hafa tveir mjög stórir skjálftar riðið yfir og svo hefur verið titringur hérna í allan morgun,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði en stærri skjálftarnir voru 3,8 og 3,7 stig og fundust vel í Hveragerði, í höfuðborginni, á Akranesi og á Hellu.

Aldís segir líkur á því að skjálftana megi rekja til starfssemi Orkuveitunnar á Hengilssvæðinu og segir ástandið ólíðandi en verið er að dæla niður jarðhitavökva frá Hellisheiðarvirkjun.

„Þetta er gjörsamlega óþolandi og ég held að stjórnendur Orkuveitunnar og eigendur ættu að hugsa til þess hvor þeir myndu vilja búa við þetta ástand,“ segir Aldís. „Mér finnst algjörlega ólíðandi að einstaklingar og fyrirtæki séu að leika sér með þessum hætti að náttúrunni og það hefur í rauninni enginn hugmynd um hvað þarna er að gerast,“ segir hún, ekki sé hægt að greina á milli manngerðra skjálfta og raunverulegra jarðskjálfta.

„Þegar þeir sjá þessi áhrif þá hljóta þeir að þurfa að endurskoða starfsaðferðirnar,“ segir Aldís og bætir því við að stærri skjálftarnir setji beinlínis óhug í fólk.

Aldís Hafsteinsdóttir.
Aldís Hafsteinsdóttir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert