Útbúa tillögur um næstu skref

Vestfjarðavegur.
Vestfjarðavegur.

Vegagerðin er að útbúa tillögur um næstu skref í undirbúningi framkvæmda á Vestfjarðavegi 60 um Gufudalssveit. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri reiknar með að kynna þær fyrir innanríkisráðuneytinu og Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra á næstunni.

„Við erum að skoða alla kosti til að reyna að hreyfa við málinu,“ segir Hreinn í Morgunblaðinu í dag.

Bæjarstjóri Vesturbyggðar og oddvitar sveitarstjórna Tálknafjarðarhrepps og Reykhólahrepps fóru á fund innanríkisráðherra fyrir helgi til að óska eftir að vegamálin yrðu tekin aftur upp. Þeir ítrekuðu afstöðu sveitarfélaganna um að farin yrði láglendisleið og fram kom í frétt á mbl.is að þær teldu að fullur skilningur væri á því hjá ráðherra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert