Algerlega óviðunandi staða

Niðurdælingarborholur á Hellisheiði.
Niðurdælingarborholur á Hellisheiði.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, sagði á Alþingi í dag að það væri algerlega óviðunandi staða íbúa á Suðurlandi, að ekki sé ljóst hver eigi að bæta tjón, sem kann að verða vegna jarðskjálfta af mannavöldum.

Björgvin sagði, að það hefði verið staðfest á fundi bæjarstjóra Hveragerðis og forstjóra viðlagatryggingar nú í vikunni, að viðlagatrygging vísi frá sér bótaábyrgð vegna hugsanlegs tjóns vegna jarðskjálfta, sem stafa af niðurdælingu vatns í Hellisheiðarvirkjun. Þá neiti tryggingafélög viðkomandi að bæta slíkt tjón og vísi á viðlagatryggingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert