Miðað verði við stöðu lána árið 2008

Þingmenn Hreyfingarinnar.
Þingmenn Hreyfingarinnar. mbl.is

Þingmenn Hreyfingarinnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um leiðréttingar á höfuðstól íbúðalána. Tillagan gerir ráð fyrir að höfuðstóll íbúðalána heimilanna verði leiðréttur tafarlaust með því að færa vísitölu verðtryggingar til þess sem hún var fyrir hrun hagkerfisins. Miðað verði við að raunvextir á verðtryggðum lánum verði að hámarki 2–3%.

Mælt verður fyrir tillögunni á Alþingi í dag. Tillagan gerir ráð fyrir að ríkisstjórninni verði falið að gera þessar breytingar á lögum sem feli í sér að höfuðstóll verðtryggðra lána verið sett í þá stöðu sem hann var fyrir hrun. Tillagan gerir ráð fyrir að lög sem Alþingi samþykkti í fyrra um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, lögum um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins og lögum um umboðsmann skuldara, verði numin úr gildi og skuldabyrði heimila vegna áður gengistryggðra íbúðalána verði lagfærð í samræmi við framangreinda leiðréttingu verðtryggðra íbúðalána.

Þá felur tillagan í sér að náð verði samkomulagi við eigendur verðtryggðra húsnæðislána um að þeim verði breytt í skuldabréf með föstum vöxtum og dregið úr vægi verðtryggingar. Náist ekki samningar við fjármálafyrirtækin um leiðréttingar lána verði lagður 95% skattur á þá afslætti á lánasöfnum heimilanna sem fjármálafyrirtækin fengu og hafa ekki gengið til heimilanna og fjármunirnir notaðir til leiðréttingar með öðrum hætti.

Þingsályktunartillagan

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert