Kjaranefnd eldri borgara mótmælir

Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) mótmælir því, að lífeyrir aldraðra eigi aðeins að hækka um 3,5% næsta ár samkvæmt fjárlagafrumvarpi, þegar verðbólgan er áætluð 5,1%.

Þetta kemur fram í ályktun frá nefndinni, sem var samþykkt í dag.

„ASÍ hefur mótmælt þessu og telur það brot á samkomulagi ASÍ og ríkisstjórnarinnar frá því  sl. vor, er kjarasamningar voru gerðir.  Áður hefur velferðarráðherra  farið á svig við umrætt samkomulag með  því að ákveða að lægstu bætur aldraðra (lágmarksframfærslutrygging) skyldi  aðeins hækka um 6,5% 1. júní sl. þegar lægstu laun hækkuðu um 10,3%.  Kjaranefnd  bendir á, að það var alveg skýrt samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, að  tryggingabætur áttu að hækka jafnmikið og kaup launþega,“ segir ennfremur í ályktunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka