Ítreka áhyggjur af yfirvofandi læknaskorti

Fáir eða jafnvel engir sækja um læknastöður.
Fáir eða jafnvel engir sækja um læknastöður. mbl.is/Golli

Þorbjörn Jónsson, nýkjörinn formaður Læknafélags Íslands, segir yfirvofandi skort á sérfræðilæknum vera mikið áhyggjuefni.

Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í gær skoraði Læknafélagið á stjórnvöld að skilgreina hvaða þjónusta fælist í sjúkratryggingu almennings á Íslandi. Þá telur félagið að boðaður niðurskurður geri það að verkum að borin von verði að heilbrigðisstofnanir geti sinnt óbreyttri sömu þjónustu.

„Það eru margar greinar sem búa við yfirvofandi læknaskort,“ sagði Þorbjörn. ,,Fyrir ekki svo mörgum árum voru yfirleitt margar umsóknir um hverja sérfræðilæknisstöðu, en nú er mjög algengt að það sé einn eða jafnvel enginn umsækjandi.“ Að sögn Þorbjarnar eru ástæðurnar margvíslegar, en vaxandi óánægja er meðal lækna vegna kjara, starfsaðstöðu og vinnuálags.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert