Fáir segjast treysta landsdómi

Landsdómur.
Landsdómur. mbl.is/Kristinn

Aðeins 16,4% þeirra, sem tóku þátt í könnun MMR um traust til helstu stofnana og réttarfars og dómstóla á Íslandi, segjast treysta landsdómi. Flestir segjast hins vegar treysta Landhelgisgæslunni, eða 78,3% þátttakenda.

MMR segir að ef miðað sé við sambærilega könnun, sem gerð var fyrr á þessu ári, dragi úr fjölda þeirra sem segjast treysta embætti sérstaks saksóknara. Þeir voru 59,8% í febrúar en eru nú 47,4%.

Einnig dragi nokkuð úr trausti til ríkislögreglustjóra. Í febrúar sögðust 55,1% bera frekar mikið eða mikið traust til embættisins samanborið við 44,8% nú.

Tilkynning MMR

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert