Felldi hornin og losnaði

Þessi eru laus við víra.
Þessi eru laus við víra. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Hreindýrstarfar sem voru fastir saman í vírhönk á hornum sínum eru lausir hvor við annan. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að annar þeirra hafi fellt hornin. Vírhönkin er enn föst í hinum og er áfram fylgst með honum.

Nokkuð hefur verið fjallað um tarfana tvo sem hafa haldið til við Flatey á Mýrum. Í tilkynningunni segir að  á meðan vírinn særi ekki tarfinn sem enn er með hann á hornum sér eða hindrar hann í hreyfingum, verði ekki gripið til aðgerða. Dýralæknir hafi metið málið svo að það myndi valda meira álagi og streitu fyrir tarfinn ef reynt yrði að grípa inn í. Ef ástæða þykir til verður gripið til viðeigandi ráðstafana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert