Hressandi að koma í íslenska veðráttu

Þór nálgast Vestmannaeyjar og verður þar í höfn kl.14.
Þór nálgast Vestmannaeyjar og verður þar í höfn kl.14. mynd/Ægir Gunnarsson

Varðskipið Þór er nú á siglingu til Vestmannaeyja og verður komið þar í höfn klukkan tvö í dag. Ferðin frá Síle hófst 28. september og hefur gengið vel að sögn Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. „Kuldi tók á móti skipinu á íslensku miðunum en það var bara hressandi eftir þessa siglingu, að koma í íslenska veðrið."

Þór leggst við Reykjavíkurhöfn klukkan tvö á morgun og þar verður tekið á móti því með viðhöfn. Þar verður skipið opið fyrir alla þá sem vilja og líka alla helgina frá kl. 13 til 17, föstudag, laugardag og sunnudag.

Þór á Siglingu.
Þór á Siglingu. mynd/Ægir Gunnarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert