Segist hafa fengið líflátshótun

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason mbl.is

Björn Valur Gíslason alþingismaður segir að sér hafi fyrir stutt verið hótað lífláti af framkvæmdastjóra í stóru fyrirtæki hér á landi. Hann segist hafa íhugað að leita til lögreglu en ákveðið að láta kyrrt liggja.

„Fyrir stuttu átti ég samtal við framkvæmdastjóra í stóru fyrirtæki innan vébanda Samtaka iðnaðarins. Sá var fullur heiftar út í stjórnvöld eins og títt er um marga vel stæða og sterkefnaða menn enda telja þeir öðrum fremur að of þungar kreppu byrðar séu lagðar á herðar þeirra. Þessi sagðist telja rétt að ég (og reyndar fleiri) fengi skot í hnakkann, rétt eins og Quisling forðum. Ég ætti að hafa það hugfast hvernig fór fyrir þeim norska, sagði framkvæmdastjórinn, það gæti auðveldlega hent fleiri, hótaði hann.
Ég velti því fyrir mér að leita til lögreglunnar en ákvað að láta kjurt liggja -  í bili,“ segir Björn Valur á blogg-síðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert