Stjórnvöld veikja lögregluna

Frá mótmælagöngu lögreglumanna fyrir bættum kjörum.
Frá mótmælagöngu lögreglumanna fyrir bættum kjörum. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Lögreglufélag Austurlands átelur stjórnvöld harðlega fyrir stefnu þeirra í málefnum lögreglunnar. Félaginu finnst sem þau hafi markvisst unnið að því að veikja lögregluna og skerða kjör lögreglumanna. Þetta kemur fram í ályktun sem var samþykkt á aðalfundi félagsins í dag.

Ályktunin er eftirfarandi:  „Lögreglufélag Austurlands átelur íslensk stjórnvöld harðlega fyrir stefnu þeirra í málefnum lögreglunnar.  Í stað þess að skapa lögreglunni það starfsumhverfi sem hún þarf til að geta tekist á við þau verkefni sem henni er ætlað að sinna, er það okkar upplifun að það hafi markvist verið unnið að því að veikja lögregluna og skerða kjör lögreglumanna.  
 
Lögreglufélag Austurlands krefst þess að stjórnvöld snúi frá þeirri niðurrrifsstefnu sem við lýði hefur verið og snúi sér að því að byggja upp lögregluna í landinu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert