Hleypt út til að létta á sér og fann kannabis

Fíkniefnahundur. Myndin er úr safni.
Fíkniefnahundur. Myndin er úr safni. mbl.is/Jim Smart

Lögreglumenn frá Selfossi áttu leið um uppsveitir Árnessýslu í nótt og voru með fíkniefnahundinn Buster með sér.  Þeir hleyptu hundinum út til að létta á sér.  Um leið og hundurinn fór út úr lögreglubifreiðinni stefndi hann að nærliggjandi íbúðarhúsi og gaf sterka ábendingu að þar innandyra væru fíkniefni. 

Lögreglumenn bönkuðu upp á.  Húsráðandi kom til dyra og segir lögreglan, að kannabisilmurinn, sem barst út úr húsinu, hafi ekki leynt sér.

Við leit í íbúðinni fundust tæplega 40 kannabisplöntur.  Lögreglan lagði hald á ræktunina og búnað auk þess var húsráðandi handtekinn og yfirheyrður.  Hann viðurkenndi brot sitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert