Maður skorinn á háls í Mosfellsbæ

Þrír í haldi lögreglu vegna málsins.
Þrír í haldi lögreglu vegna málsins.

Maður var skorinn á háls í Mosfellsbæ rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Að sögn lögreglu gerðist þetta í samkvæmi þar sem allt fór úr böndunum með þessum afleiðingum. Ekki er vitað nánar um málsatvik, en þrír eru í haldi lögreglu vegna málsins; tveir karlar og ein kona og eru þau öll í kringum tvítugt.

Farið var með manninn sem varð fyrir árásinni á slysadeild Landspítalans og sögn vakthafandi læknis var honum leyft að fara heim eftir að gert hafði verið að sárum hans.

Þá barst lögreglunni í Kópavogi tilkynning um líkamsárás á skemmtistað í Kópavogi þar sem sparkað var í andlit liggjandi manns. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins, en að sögn lögreglu er vitað hverjir voru þar að verki. 

Þá var einn tekinn fyrir að aka undir áhrifum áfengis og tveir undir áhrifum fíkniefna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert