Bensínið hefur lækkað um 3 kr.

Reuters

Nær öll olíufélög hafa lækkað verð á eldsneyti eftir að Atlantsolía reið á vaðið og lækkaði verðið á bensínlítranum um tvær krónur morgun, eða í 231,10 kr. Nú hefur verðið víðast hvar lækkað um þrjár krónur.

Bensíndropinn er ódýrastur hjá Orkunni (230,7 kr. lítrinn), Atlantsolíu (230,8 kr.) og ÓB (230,9 kr.)

Hjá N1 og Olís kostar bensínið 231,1 kr. Hjá Shell kostar bensínið enn 234,9 kr.

Athygli vekur að lítrinn af dísilolíu er víðast hvar 10 krónum dýrara en bensínið. Hjá Orkunni kostar dísillítrinn 241,1 kr., 241,2 kr hjá Atlantsolíu og hjá ÓB 241,6 kr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert