Katrín komin til starfa á ný

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kom í dag til starfa á ný að loknu fæðingarorlofi. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra gegndi starfi mennta- og menningarmálaráðherra í fjarveru Katrínar.

Katrín Jakobsdóttir er einnig samstarfsráðherra Norðurlanda og meðal fyrstu verka hennar að loknu fæðingarorlofi verður að sækja Norðurlandaráðsþing, sem hefst í Kaupmannahöfn á morgun, segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert