Festu bíla í Víkurfjöru

Eftirlitsmyndavél. Mynd úr safni.
Eftirlitsmyndavél. Mynd úr safni. mbl.is/Ásdís

Lögreglan á Hvolsvelli fékk í gær tilkynningu um þjófnað á eftirlitsmyndavél og hlutum úr hraðahindrun á Hellu.

Málið er í rannsókn og óskar lögreglan eftir því að þeir sem hafi upplýsingar um málið hafi samband við lögregluna í síma 488 4110.

Lögreglan fékk á föstudag tvær beiðnir um aðstoð eftir að ferðamenn ferðamenn festu bíla sína þar sem þeir voru á ferð um Víkurfjöru við Vík í Mýrdal.  Þeim var send aðstoð úr Vík.

Þá barst sl. mánudag beiðni um aðstoð við erlenda ferðamenn sem höfðu fest bíl á veginum niður að Skaftárósafjöru.  Björgunarsveitin Kyndill á Kirkjubæjarklaustri fór til aðstoðar mönnunum. 

Óhapp varð við sundlaugina í Úthlíð en þar hafnaði bíll á steinvegg.   

Þá var ekið á kind austan Blautbalakvíslar um kvöldmatarleytið á sunnudag.  Ökumaður tilkynnti um óhappið á lögreglustöðinni á Kirkjubæjarklaustri.  Ærin mun hafa drepist.  Bíllinn skemmdist lítilsháttar við atvikið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert