12% í svartri atvinnu

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri kynnti umfang svartrar atvinnustarfsemi á Íslandi …
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri kynnti umfang svartrar atvinnustarfsemi á Íslandi ásamt forsvarsmönnum SA og ASÍ. mbl.is/Golli

Um 12% starfsmanna lítilla og meðalstórra fyrirtækja í landinu eru að meðaltali í svartri vinnu. Glötuð verðmæti vegna vangoldinna skatta og gjalda nema ríflega 13,8 milljörðum króna. Þetta eru niðurstöður samstarfsverkefnis Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og ríkisskattstjóra.

Af þessum rúmu 13 milljörðum króna má áætla að glötuð réttindi launafólks nemi tæplega 8 milljörðum króna. Í kjöllfar verkefnisins, sem framkvæmt var í júlí og ágúst í sumar, verða opinber gjöld yfir 400 fyrirtækja endurákvörðuð. „Þetta er töluvert verra en við töldum að það væri og það eru auðvitað mikil vonbrigði að þurfa að horfast í augu við þessa staðreynd að það sé jafnhátt hlutfall starfsmanna á duldum launum og raunin er,“ sagði Skúli Eggert Þórðarsson ríkisskattstjóri þegar hann kynnti niðurstöðurnar á blaðamannafundi í dag. 

Verkefnið, sem hafði yfirskriftina „Leggur þú þitt að mörkum“, beindist að fyrirtækjum með veltu undir einum milljarði króna. Markmið þess var að sporna gegn svartri atvinnustarfsemi og bæta sil á lögbundnum gjöldum til opinberra aðila og launatengdum gjöldum til aðila vinnumarkaðarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert