Harka hlaupin í innheimtuaðgerðir

Bifreiðar í Sundahöfn
Bifreiðar í Sundahöfn mbl.is/Ómar

Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent Fjármálaeftirlitinu erindi þar sem óskað er eftir leiðbeinandi tilmælum til fjármálastofnanna vegna vörslusviptinga. Samtökin segja að mikil harka sé hlaupin í innheimtuaðgerðir fjármögnunarfyrirtækjanna og mikið hafi verið kvartað undan fyrirtækjunum.

Í erindinu segir að samtökin telja FME geta slegið á aðgerðir fjármögnunarfyrirtækjanna með leiðbeinandi tilmælum. Aðgerðir fyrirtækjanna byggi oft á tíðum á hótunum um vörslusviptingu eða hreinlega að taka bifreiðar af eigendum eða umráðamönnum þeirra. „Báðar þessar aðgerðir eru í andstöðu við ákvæði hegningarlaga. Sé vikið fyrst að hótuninni þá eru starfsmenn fyrirtækisins Vörslusviptingar meðal annars fengnir til að hringja beint í lántakendur með þau skilaboð að ef ekki verði greitt þá verði bíllinn tekinn. Þetta er bein hótun og sem slík er sú aðgerð ein og sér í andstöðu við. 233. gr. alm. hegningarlaga.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert