Kærir Landsbanka fyrir þjófnað

Eigendur Úti og inni, Agnes Arnardóttir og Jóhannes Sigursveinsson.
Eigendur Úti og inni, Agnes Arnardóttir og Jóhannes Sigursveinsson. mbl.is/Kristján

Agnes Arnardóttir, annar eigandi verslunarinnar Úti og inni á Akureyri, lagði í morgun inn kæru á hendur Landsbankanum hjá sýslumanninum á Akureyri. Hún kærir bankann fyrir þjófnað.

Hún kvaðst styðja kæruna þeim rökum að hún og maðurinn hennar, Jóhannes Sigursveinsson, sem eiga verslunina, hafi fengið lánalínu hjá Landsbankanum upp á 80 milljónir króna árið 2007 vegna byggingar verslunarhúsnæðis. „Ég fékk ákveðna upphæð lánaða og er búin að borga af henni og taldi mig skulda ákveðna upphæð eftir það. Þeir krefja mig um tugi milljóna fram yfir það og það tel ég vera þjófnað,“ sagði Agnes.

Búið er að borga um 24 milljónir af láninu og það stendur nú í rúmlega 128 milljónum króna, að mati bankans. Agnes sagði að þeim hafi verið boðinn einhver afsláttur af láninu þannig að þau ættu eftir að borga í kringum 100 milljónir.

Hefur ekkert fengið afskrifað

„Ég er ekki sátt við þetta. Bankinn segir að þetta sé sama og hann bjóði öllum hinum. Ég veit að það er ekki svo. Samkeppnisaðili okkar Húsasmiðjan fékk afskrifaðar þúsundir milljóna en bankinn hefur ekki afskrifað neitt hjá mér,“ sagði Agnes.

Hún sagði að Landsbankinn hefði tekið Húsasmiðjuna yfir og haldið áfram að reka hana. Á því tímabili hafi Húsasmiðjan tapað um 880 milljónum. Svo hafi hún verið seld Framtakssjóðnum í gegnum Vestia. Á því tímabili hafi um þúsund milljónir verið lagðar í fyrirtækið í viðbót.

Síðan hafi fyrirtækið tapað um 300 milljónum. Nú sé Húsasmiðjan í söluferli og Landsbankinn sjái um það. „Við erum í beinni samkeppni við þá,“ sagði Agnes.

Gengistryggð lán eins og Agnes tók hafa verið dæmd ólögleg, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti, að hennar sögn. Hún sagði að síðast hafi gengið dómur í svonefndu Mótormax máli og að lánasamningur hennar hafi verið sambærilegur við þann samning.

„Ég hef fengið fjóra lögfræðinga til að skoða þetta og þeir segja allir að þetta sé samskonar samningur,“ sagði Agnes.

Þvinguð til að setja aukin veð

Byggingin var komin vel á veg þegar allt hrundi. Þá var búið að draga um 50 milljónir á lánalínuna sem upp á 80 milljónir. „Við fengum viðbót af lánalínunni eftir hrun og vorum þvinguð til að leggja íbúðarhúsið okkar undir ásamt því að fá veð frá utanaðkomandi aðila til að fylla upp í loforðið sem var upphaflega í lánalínunni,“ sagði Agnes.

Hún sagði að lögfræðingar segi þetta jafngilda veðkalli. Þetta hafi þau látið yfir sig ganga og talið að þau gætu ekki annað.

„Við vorum með fullt hús af iðnaðarmönnum og gátum ekki hugsað okkur að láta þá tapa vinnulaunum sínum. Eins vorum við búin að selja frá okkur tvö bil og gátum ekki hugsað okkur að það fólk myndi tapa sínu. Þess vegna samþykktum við þennan gjörning,“ sagði Agnes.

Hún sagði að þau hefðu hugsað sér að þau gætu reynt að semja um þetta ef það félli dómur í sambærilegu máli. Það virðist ekki vera hægt því bankinn vilji ekki semja. „Þeir segjast ekki vera búnir að taka afstöðu til þess hvort þetta lán sé löglegt eða ekki,“ sagði Agnes. Hún sagðist spyrja sig hvort þess þurfi þegar dómstólar séu búnir að dæma lánin ólögleg.

Eru í fáránlegri stöðu

„Þetta er fáránleg staða sem við erum í og ekki bara við,“ sagði Agnes. „Það eru margir í sömu stöðu. Ég vildi óska þess að fleiri taki upp á því sama og ég til að sýna þeim í eitt skipti fyrir öll að þeir geti ekki komið svona fram.“

Agnes og maður hennar eru ein eftir af starfsfólki búðarinnar. Agnes segir að þau geti ekki borgað sér laun út úr rekstrinum og hafi skipst á að fara til Noregs í vinnu til þess að hafa einhverjar tekjur og geta haldið baráttunni áfram.

Agnes sagðist ekki vita hvert framhaldið verði. „Við erum lítið fyrirtæki og eigum engan pening. Bankinn er að verða búinn að eyðileggja fyrirtækið okkar. Ég get ekki varist. Ég hef ekki ráð á lögfræðingi,“ sagði Agnes. „Ég ætla sjá hvort við fáum einhverja samstöðu um að höfða mál gegn bankanum. Til þess þarf ég lögfræðing og einhverja fjármuni til að borga honum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óttast ekki hið ókomna

Í gær, 23:21 „Það eru allir afskaplega rólegir fyrir þessu,“ Sigrún Sigurgeirsdóttir, landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, um aukna virkni sem verið hefur í Öræfajökli. Sigrún hefur lifað góðu samlífi við jökulinn alla sína ævi og býst ekki við að það muni breytast í bráð. Hún fylgist þó grannt með gangi mála. Meira »

Bíða enn eftir niðurstöðum vísindamanna

Í gær, 22:45 Engar ákvarðanir voru teknar á fundi Almannavarna nú í kvöld varðandi Öræfajökul. Óvissuástandi var lýst yfir á svæðinu í gær og hafa vísindamenn Jarðvísindastofnunar í dag unnið að því að rannsaka sýni sem safnað var í ferð þeirra, Veður­stof­unn­ar og al­manna­varna yfir jökulinn í gær. Meira »

Tólf fluttir á sjúkrahús

Í gær, 22:32 Alls voru 12 fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi á sjötta tímanum í dag. Andri Heide, yfirlæknir í Ólafsvík, sem var fyrstur á vettvang, segir aðstæður hafa verið hryllilegar. Svo slæmar að einn sjúkrabílanna með reyndan bílstjóra hafi fokið af veginum. Meira »

Tvær bílveltur í Norðurárdal

Í gær, 22:10 Tvær bílveltur urðu í Norðurárdal nú í kvöld. Bæði óhöppin áttu sér stað í nágrenni við bæinn Dýrastaði á áttunda tímanum í kvöld með um kílómetra millibili. Engin slys urðu á fólki. Meira »

Glæsileg breyting á Sundhöllinni

Í gær, 21:30 Nú styttist í að Sundhöllin í Reykjavík opni að nýju með nýrri og glæsilegri útiaðstöðu, nýjum kvennaklefa og bættu aðgengi fyrir fatlaða. Sundhöllin er eitt glæsilegasta hús borgarinnar og landsmenn eru annálaðir sundáhugamenn. Breytingarinnar hefur því verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Meira »

Vilja veita Leo vernd á Íslandi

Í gær, 21:16 Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hafa komið af stað undirskriftarsöfnun fyrir hinn eins og hálfs ára gamla Leo Nasr Mohammed og foreldra hans, Nasr Mohammed Rahimog Sobo Anw­ar Has­an. Með undirskriftunum vilja samtökin hvetja yfirvöld til að veita fjölskyldunni skjól og vernd á Íslandi. Meira »

HÍ tekur þátt í alþjóðlegu neti háskóla

Í gær, 20:30 Háskóli Íslands er orðinn hluti af edX, alþjóðlegu neti háskóla sem bjóða opin netnámskeið, en edX var stofnað af bandarísku háskólunum Harvard og MIT. Fyrsta námskeið Háskólans í edX-samstarfinu verður í norrænum miðaldafræðum Meira »

Taka ábendingar um sinnuleysi alvarlega

Í gær, 20:57 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur ábendingar um sinnuleysi lögreglu gagnvart ósjálfbjarga stúlku alvarlega. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér nú í kvöld. Meira »

Þyrla flutti þrjá á sjúkrahús

Í gær, 20:09 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir rútuslys sem varð við Lýsu­hól á Snæ­fellsnesi á sjötta tímanum í dag. Ekki er unnt að greina frá líðan þeirra að svo stöddu. Meira »

„Kallar á stóraukið eftirlit“

Í gær, 20:04 „Þetta kallar á stóraukið eftirlit með Öræfajökli og með ánum sem eru þarna í kring, bæði vatnsmagni og leiðni, til að reyna að gefa okkur þó meiri tíma en mögulegt er því þetta fjall er afskaplega nálægt byggð,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Höfn. Meira »

Vill að bankaráð ræði símtalið

Í gær, 19:57 Björn Valur Gíslason, bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands, hefur óskað eftir því að bankaráð ræði birtingu Morgunblaðsins á símtali Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. Ráðið kemur saman á fimmtudag. Meira »

Sex slasaðir í rútuslysi

Í gær, 17:34 Sex manns eru slasaðir eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi. Tilkynnt var um slysið nú á sjötta tímanum í dag og eru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á leið á vettvang. Meira »

Rafleiðnin stöðug frá hádegi

Í gær, 17:17 Rafleiðni í Múlakvísl hefur haldist stöðug frá því um hádegi í dag, en leiðni í ánni hefur verið að aukast undanfarna daga. Brennisteinslyktin við Múlakvísl er þó áfram stæk og mælir sérfræðingur náttúruvársviðs Veðurstofunnar með því að fólk sé þar ekki mikið á ferðinni. Meira »

Gamli Garður í nefnd

Í gær, 16:40 Starfshópur á vegum Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar mun fara yfir áform um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæðinu. Þetta er gert í kjölfar alvarlegrar gagnrýni Minjastofnunar á þau áform að reisa stúdentagarða á lóð Gamla Garðs. Meira »

Hæddist að mér fyrir að „vanmeta stöðuna“

Í gær, 16:10 „Eftir að lögreglan hafði hæðst að mér fyrir að „vanmeta“ stöðuna keyrir bíllinn í burtu og skilur stúlkuna eftir, enda höfðu þeir engan áhuga á að hjálpa henni,“ segir Hrafnkell Ívarsson, dyravörður til sex ára. Meira »

„Þessu miðar hægt en örugglega“

Í gær, 16:58 Formenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar, hafa ekki komið saman til fundar í dag. „Flokkarnir eru ekki að funda sjálfir í dag heldur erum við meira að vinna heimavinnu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Metþátttaka í hverfiskosningum borgarinnar

Í gær, 16:23 Metþátttaka hefur verið í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld og klukkan þrjú í dag höfðu 10.106 Reykvíkingar kosið, sem er 9,9% kosningaþátttaka. Meira »

Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

Í gær, 15:03 Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga mjög erfiðar aðstæður. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

KONUR -VANTAR YKKUR EINKABILSTJÓRA Í BÚÐARFERÐIR ?
KONUR UTAN AF LANDI SEM HAFA STUTTANN TÍMA TIL AÐ VERSLA- EG SKUTLA YKKUR OG BÍ...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Mazda 3 Vision 2015
Mazda 3 Vision 2015 dekurbíll til sölu Einn eigandi, keyrður 34.000 km, sjálfski...
Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...