Kærir Landsbanka fyrir þjófnað

Eigendur Úti og inni, Agnes Arnardóttir og Jóhannes Sigursveinsson.
Eigendur Úti og inni, Agnes Arnardóttir og Jóhannes Sigursveinsson. mbl.is/Kristján

Agnes Arnardóttir, annar eigandi verslunarinnar Úti og inni á Akureyri, lagði í morgun inn kæru á hendur Landsbankanum hjá sýslumanninum á Akureyri. Hún kærir bankann fyrir þjófnað.

Hún kvaðst styðja kæruna þeim rökum að hún og maðurinn hennar, Jóhannes Sigursveinsson, sem eiga verslunina, hafi fengið lánalínu hjá Landsbankanum upp á 80 milljónir króna árið 2007 vegna byggingar verslunarhúsnæðis. „Ég fékk ákveðna upphæð lánaða og er búin að borga af henni og taldi mig skulda ákveðna upphæð eftir það. Þeir krefja mig um tugi milljóna fram yfir það og það tel ég vera þjófnað,“ sagði Agnes.

Búið er að borga um 24 milljónir af láninu og það stendur nú í rúmlega 128 milljónum króna, að mati bankans. Agnes sagði að þeim hafi verið boðinn einhver afsláttur af láninu þannig að þau ættu eftir að borga í kringum 100 milljónir.

Hefur ekkert fengið afskrifað

„Ég er ekki sátt við þetta. Bankinn segir að þetta sé sama og hann bjóði öllum hinum. Ég veit að það er ekki svo. Samkeppnisaðili okkar Húsasmiðjan fékk afskrifaðar þúsundir milljóna en bankinn hefur ekki afskrifað neitt hjá mér,“ sagði Agnes.

Hún sagði að Landsbankinn hefði tekið Húsasmiðjuna yfir og haldið áfram að reka hana. Á því tímabili hafi Húsasmiðjan tapað um 880 milljónum. Svo hafi hún verið seld Framtakssjóðnum í gegnum Vestia. Á því tímabili hafi um þúsund milljónir verið lagðar í fyrirtækið í viðbót.

Síðan hafi fyrirtækið tapað um 300 milljónum. Nú sé Húsasmiðjan í söluferli og Landsbankinn sjái um það. „Við erum í beinni samkeppni við þá,“ sagði Agnes.

Gengistryggð lán eins og Agnes tók hafa verið dæmd ólögleg, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti, að hennar sögn. Hún sagði að síðast hafi gengið dómur í svonefndu Mótormax máli og að lánasamningur hennar hafi verið sambærilegur við þann samning.

„Ég hef fengið fjóra lögfræðinga til að skoða þetta og þeir segja allir að þetta sé samskonar samningur,“ sagði Agnes.

Þvinguð til að setja aukin veð

Byggingin var komin vel á veg þegar allt hrundi. Þá var búið að draga um 50 milljónir á lánalínuna sem upp á 80 milljónir. „Við fengum viðbót af lánalínunni eftir hrun og vorum þvinguð til að leggja íbúðarhúsið okkar undir ásamt því að fá veð frá utanaðkomandi aðila til að fylla upp í loforðið sem var upphaflega í lánalínunni,“ sagði Agnes.

Hún sagði að lögfræðingar segi þetta jafngilda veðkalli. Þetta hafi þau látið yfir sig ganga og talið að þau gætu ekki annað.

„Við vorum með fullt hús af iðnaðarmönnum og gátum ekki hugsað okkur að láta þá tapa vinnulaunum sínum. Eins vorum við búin að selja frá okkur tvö bil og gátum ekki hugsað okkur að það fólk myndi tapa sínu. Þess vegna samþykktum við þennan gjörning,“ sagði Agnes.

Hún sagði að þau hefðu hugsað sér að þau gætu reynt að semja um þetta ef það félli dómur í sambærilegu máli. Það virðist ekki vera hægt því bankinn vilji ekki semja. „Þeir segjast ekki vera búnir að taka afstöðu til þess hvort þetta lán sé löglegt eða ekki,“ sagði Agnes. Hún sagðist spyrja sig hvort þess þurfi þegar dómstólar séu búnir að dæma lánin ólögleg.

Eru í fáránlegri stöðu

„Þetta er fáránleg staða sem við erum í og ekki bara við,“ sagði Agnes. „Það eru margir í sömu stöðu. Ég vildi óska þess að fleiri taki upp á því sama og ég til að sýna þeim í eitt skipti fyrir öll að þeir geti ekki komið svona fram.“

Agnes og maður hennar eru ein eftir af starfsfólki búðarinnar. Agnes segir að þau geti ekki borgað sér laun út úr rekstrinum og hafi skipst á að fara til Noregs í vinnu til þess að hafa einhverjar tekjur og geta haldið baráttunni áfram.

Agnes sagðist ekki vita hvert framhaldið verði. „Við erum lítið fyrirtæki og eigum engan pening. Bankinn er að verða búinn að eyðileggja fyrirtækið okkar. Ég get ekki varist. Ég hef ekki ráð á lögfræðingi,“ sagði Agnes. „Ég ætla sjá hvort við fáum einhverja samstöðu um að höfða mál gegn bankanum. Til þess þarf ég lögfræðing og einhverja fjármuni til að borga honum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

12 ára slasast í mótorkross

21:43 12 ára stúlka slasaðist í mótorkrossbrautinni við Glerá fyrir ofan Akureyri um níuleytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Akureyri slasaðist stúlkan á öxl er hún datt í brautinni. Meira »

Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi

21:30 Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi hefst nú í ágúst. Hópur vísindafólks vinnur að verkefninu, en m.a. koma sérhæfðir bormenn koma frá Bandaríkjunum og bora tvær holur í eyjunni afla gagna sem nýta á til margvíslegra rannsókna. Meira »

2,2 milljarðar í viðhald fasteigna

20:30 Reykjavíkurborg mun í ár verja um 2,2 milljörðum til viðhalds fasteigna á vegum borgarinnar. Þar af fara 620 millj­ón­ir til átaks­verk­efna í viðhaldi í 48 leik- og grunn­skólum borgarinnar. Höfundar skýrslu um ytra ástand leikskóla telja „viðhaldsskuld“ borgarinnar þegar vera orðna mikla. Meira »

Urðu næstum fyrir heyrúllum

20:29 Tvær heyrúllur rúlluðu af palli vörubíls út á veginn við Mývatn fyrr í kvöld. Engin slys urðu á fólki en umferð stöðvaðist þar til tvær konur tóku sig til og ýttu heyrúllunum út af veginum. Meira »

6.000 kílómetra leið á traktor

20:00 Tíunda júní hófst Íslandsför Þjóðverjans Heinz Prien, en hann ólíkt öðrum ákvað að ferðast um landið á 54 ára gamalli dráttarvél af gerðinni Hanomag með húsvagn í eftirdragi. Meira »

„Verið að slá ryki í augun á fólki“

19:54 Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Tours í Vestmannaeyjum, segir að það sé verið að slá ryki í augun á fólki með umræðu um að leigja tvíbyttnuna Akranes til að sigla milli lands og Eyja. Meira »

Lögreglumennirnir áfram við störf

18:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi nú í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja lögreglumanna sem kærðir hafa verið fyrir brot í starfi. Eru mennirnir sakaðir um harðræði við handtöku manns í Kópavogi í vor og greindi Fréttablaðið frá málinu í dag. Meira »

John Snorri lagður af stað

18:58 John Snorri Sigurjónsson er lagður af stað á toppinn á fjallinu K2. Áætlað er að förin taki um 10 klukkustundir. Búast má við næstu fréttum frá hópnum um klukkan 5 í nótt að íslenskum tíma. Meira »

Hjóla í þrjá daga samfleytt

18:15 Fyrirtækið Made in Mountains stendur fyrir Glacier 360-fjallahjólakeppninni sem fram fer dagana 11.-13. ágúst. Um er að ræða fyrstu stigakeppnina sem haldin er hérlendis eftir að Ísland var samþykkt inn í alþjóðahjólreiðasambandið. Keppendur munu hjóla í þrjá daga, meðal annars meðfram Langjökli. Meira »

Héldu að þeir væru að drukkna

17:44 Skipverjarnir þrír á bandarísku skútunni, sem lentu í vandræðum suðvestur af Íslandi aðfaranótt miðvikudags, eru allir þaulreyndir sjómenn, að sögn eiginkonu eins þeirra. Skútan var rafmagnslaus og með brotið mastur þegar rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son, sem hafði verið að störfum skammt frá, kom að skútunni. Meira »

Biskupstungnabraut opnuð eftir árekstur

16:45 Umferðarslys varð á Biskupstungnabrautinni, við gatnamót Grafningsvegar vestan við brúna yfir Sogið hjá Þrastarlundi, um þrjúleytið í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi lentu þrír bílar þar í umferðaróhappi og urðu verulegar skemmdir á tveimur þeirra. Meira »

Þurfti aðstoð lögreglu vegna farþega

16:44 Lögregla var kölluð út í tvígang í dag á bryggjuna í Vestmannaeyjum vegna ósáttra farþega Herjólfs. „Það er engin ástæða til að hvíla stálið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem kallar eftir því að skipið verði látið sigla allan sólarhringinn þegar þörf krefur. Meira »

Auglýsing um starfið kom á óvart

15:25 Yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans segir það hafa komið honum á óvart að staða hans hafi verið auglýst laus til umsóknar án þess að hann hafi sagt upp starfinu eða verið sagt upp. Þá segir hann það einnig hafa komið á óvart hvernig auglýsingin var orðuð. Meira »

Valitor varar við kortasvikum

14:28 Valitor varar við svikatölvupóstum til korthafa, þar sem þeir eru beðnir um að opna hlekk í póstinum og gefa upp kortaupplýsingar, auk Verified by Visa-númers sem korthafar fá sent í sms-skilaboðum. Meira »

Yfir 500 skjálftar í hrinunni

13:45 Mjög hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni sem hófst austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga í gærmorgun. Smá hrina var í morgun en annars hefur hún verið í rénun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Yfir 500 skjálftar hafa mælst í hrinunni. Meira »

Biskupstungnabraut lokuð vegna slyss

15:17 Lögregla hefur lokað Biskupstungnabraut við Grafningsveg vegna umferðarslyss en veitir ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Yfir 20 stiga hiti í Reykjavík

14:00 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu njóta sumarblíðunnar í dag, en klukkan eitt mældist hitinn í Reykjavík 20,1 stig. Hæsti hiti sem hefur mælst á landinu í dag, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, er 22,7 stig á Þingvöllum. Meira »

Sekkur líklega á næstu klukkutímum

13:41 Ólíklegt er að náist að bjarga bandarísku skútunni sem lenti í vandræðum suðvestur af landinu aðfaranótt miðvikudags. Skipverjarnir eru enn um borð í rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni en áætlað er að þeir komi í land í kvöld eða fyrramálið. Meira »
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
Coleman fellihýsi með fortjaldi
Til sölu Coleman fellihýsi árg. 1996 með fortjaldi. Hýsið er í ágætu standi. Nýr...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...