Kærir Landsbanka fyrir þjófnað

Eigendur Úti og inni, Agnes Arnardóttir og Jóhannes Sigursveinsson.
Eigendur Úti og inni, Agnes Arnardóttir og Jóhannes Sigursveinsson. mbl.is/Kristján

Agnes Arnardóttir, annar eigandi verslunarinnar Úti og inni á Akureyri, lagði í morgun inn kæru á hendur Landsbankanum hjá sýslumanninum á Akureyri. Hún kærir bankann fyrir þjófnað.

Hún kvaðst styðja kæruna þeim rökum að hún og maðurinn hennar, Jóhannes Sigursveinsson, sem eiga verslunina, hafi fengið lánalínu hjá Landsbankanum upp á 80 milljónir króna árið 2007 vegna byggingar verslunarhúsnæðis. „Ég fékk ákveðna upphæð lánaða og er búin að borga af henni og taldi mig skulda ákveðna upphæð eftir það. Þeir krefja mig um tugi milljóna fram yfir það og það tel ég vera þjófnað,“ sagði Agnes.

Búið er að borga um 24 milljónir af láninu og það stendur nú í rúmlega 128 milljónum króna, að mati bankans. Agnes sagði að þeim hafi verið boðinn einhver afsláttur af láninu þannig að þau ættu eftir að borga í kringum 100 milljónir.

Hefur ekkert fengið afskrifað

„Ég er ekki sátt við þetta. Bankinn segir að þetta sé sama og hann bjóði öllum hinum. Ég veit að það er ekki svo. Samkeppnisaðili okkar Húsasmiðjan fékk afskrifaðar þúsundir milljóna en bankinn hefur ekki afskrifað neitt hjá mér,“ sagði Agnes.

Hún sagði að Landsbankinn hefði tekið Húsasmiðjuna yfir og haldið áfram að reka hana. Á því tímabili hafi Húsasmiðjan tapað um 880 milljónum. Svo hafi hún verið seld Framtakssjóðnum í gegnum Vestia. Á því tímabili hafi um þúsund milljónir verið lagðar í fyrirtækið í viðbót.

Síðan hafi fyrirtækið tapað um 300 milljónum. Nú sé Húsasmiðjan í söluferli og Landsbankinn sjái um það. „Við erum í beinni samkeppni við þá,“ sagði Agnes.

Gengistryggð lán eins og Agnes tók hafa verið dæmd ólögleg, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti, að hennar sögn. Hún sagði að síðast hafi gengið dómur í svonefndu Mótormax máli og að lánasamningur hennar hafi verið sambærilegur við þann samning.

„Ég hef fengið fjóra lögfræðinga til að skoða þetta og þeir segja allir að þetta sé samskonar samningur,“ sagði Agnes.

Þvinguð til að setja aukin veð

Byggingin var komin vel á veg þegar allt hrundi. Þá var búið að draga um 50 milljónir á lánalínuna sem upp á 80 milljónir. „Við fengum viðbót af lánalínunni eftir hrun og vorum þvinguð til að leggja íbúðarhúsið okkar undir ásamt því að fá veð frá utanaðkomandi aðila til að fylla upp í loforðið sem var upphaflega í lánalínunni,“ sagði Agnes.

Hún sagði að lögfræðingar segi þetta jafngilda veðkalli. Þetta hafi þau látið yfir sig ganga og talið að þau gætu ekki annað.

„Við vorum með fullt hús af iðnaðarmönnum og gátum ekki hugsað okkur að láta þá tapa vinnulaunum sínum. Eins vorum við búin að selja frá okkur tvö bil og gátum ekki hugsað okkur að það fólk myndi tapa sínu. Þess vegna samþykktum við þennan gjörning,“ sagði Agnes.

Hún sagði að þau hefðu hugsað sér að þau gætu reynt að semja um þetta ef það félli dómur í sambærilegu máli. Það virðist ekki vera hægt því bankinn vilji ekki semja. „Þeir segjast ekki vera búnir að taka afstöðu til þess hvort þetta lán sé löglegt eða ekki,“ sagði Agnes. Hún sagðist spyrja sig hvort þess þurfi þegar dómstólar séu búnir að dæma lánin ólögleg.

Eru í fáránlegri stöðu

„Þetta er fáránleg staða sem við erum í og ekki bara við,“ sagði Agnes. „Það eru margir í sömu stöðu. Ég vildi óska þess að fleiri taki upp á því sama og ég til að sýna þeim í eitt skipti fyrir öll að þeir geti ekki komið svona fram.“

Agnes og maður hennar eru ein eftir af starfsfólki búðarinnar. Agnes segir að þau geti ekki borgað sér laun út úr rekstrinum og hafi skipst á að fara til Noregs í vinnu til þess að hafa einhverjar tekjur og geta haldið baráttunni áfram.

Agnes sagðist ekki vita hvert framhaldið verði. „Við erum lítið fyrirtæki og eigum engan pening. Bankinn er að verða búinn að eyðileggja fyrirtækið okkar. Ég get ekki varist. Ég hef ekki ráð á lögfræðingi,“ sagði Agnes. „Ég ætla sjá hvort við fáum einhverja samstöðu um að höfða mál gegn bankanum. Til þess þarf ég lögfræðing og einhverja fjármuni til að borga honum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Refsing fyrir mútur verði þyngd

14:41 Skrifstofa Sameinuðu þjóðanna um glæpi og fíkniefni (UNODC) hvetur íslensk stjórnvöld til að vinna áfram að lagabreytingum sem hafa verið í undirbúningi um að þyngja hámarksrefsingu fyrir mútuboð til opinberra starfsmanna og refsingar fyrir mútubrot í einkageiranum. Meira »

Spínat innkallað vegna aðskotahlutar

14:29 Innes ferskvörusvið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að kalla inn spínat í 150 og 500 gramma einingum. Það er gert vegna gruns um aðskotahlut. Meira »

„Við höldum okkar striki“

14:22 „Við teljum að við höfum skýra málefnastöðu sem er mótvægi við stefnu fráfarandi ríkisstjórnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs, í samtali við mbl.is. Landsfundur Vinstri grænna fer fram 6.-8. október. Meira »

Útgerðum fækkað um 60% á tólf árum

13:23 Útgerðarfyrirtækjum með aflahlutdeild hefur fækkað um næstum 60% á tólf árum. Alls áttu 946 útgerðarfyrirtæki aflahlutdeild á fiskveiðiárinu 2005/2006 en nú deila 382 fyrirtæki hlut í aflanum. Fjöldi úthlutaðra þorskígildistonna er þá næstum sá sami, eða um 400 þúsund tonn. Meira »

Stöðva viðskipti með pyntingartól

12:47 Alþjóðabandalagi um pyntingalaus viðskipti hefur verið hleypt af stokkunum. Ísland gerðist í gærkvöldi aðili að bandalaginu. Þetta er sameiginlega átak Evrópusambandsins með aðild alls 58 landa og miðar að því að stöðva viðskipti með varning sem beitt er við dauðarefsingar og pyntingar. Meira »

Brynjar: „Ég var drekinn“

12:24 „Ég hafði engan áhuga á að stýra þessari nefnd,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Brynjar var í morgun settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Meira »

Örvar Már kjörinn formaður Snæfells

12:10 Örvar Már Marteinsson hefur verið kjörinn formaður Snæfells, stærsta svæðisfélags Landssambands smábátaeigenda. Örvar tekur við af Guðlaugi Gunnarssyni sem gegnt hefur formennsku undanfarin tvö ár en gaf ekki kost á sér áfram. Meira »

„Holskefla“ umsókna eftir mál Árna

12:15 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að umfjöllun fjölmiðla um tiltekin mál varðandi uppreist æru, þar á meðal mál Árna Johnsen, hafi valdið því að holskefla af slíkum umsóknum hafi borist dómsmálaráðuneytinu í gegnum árin. Meira »

Sigríður: Fölsuð skjöl eru lögreglumál

11:30 „Komist menn að því að undirritun hafi verið fölsuð er það auðvitað bara lögreglumál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Hún ræddi þar reglur og framkvæmd þeirra um uppreista æru. Meira »

Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“

11:13 „Ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í tengslum við þetta mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem núna stendur yfir. Meira »

Dró umsókn um uppreist æru til baka

11:01 Maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni dró umsókn sína um uppreist æru til baka í morgun.  Meira »

Dýraníð á ný í Hveragerði

10:57 Ungur drengur í Hveragerði gekk fram á tvo dauða ketti í bænum á laugardag. Kettirnir höfðu greinilega hlotið mjög slæma meðferð, en annar kötturinn var til að mynda sundurskorinn. Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt málið og hefur það nú til rannsóknar. Meira »

Brynjar hættir sem formaður

10:49 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.   Meira »

Ágætur afli, en löng sigling

10:28 Undanfarið hafa íslensku uppsjávarskipin veitt ágætlega af makríl í síldarsmugunni, alþjóðlega hafsvæðinu á milli Íslands og Noregs. Á svipuðum slóðum hafa einnig verið skip frá Hollandi, Rússlandi og fleiri þjóðum. Meira »

Stöðvuðu nær 200 sendingar af melatóníni

10:05 Tollverðir hafa stöðvað 199 sendingar sem innihéldu svefnlyfið melatónín í tollpósti það sem af er þessu ári. Þar af bárust 88 sendingar á tímabilinu júní-ágúst sl. Langflestar sendinganna með melatóníni hafa borist frá netverslunum í Bandaríkjunum. Meira »

Fagnar „fullnaðarsigri“

10:47 „Ég fagna þessum fullnaðarsigri og þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið í þessu mikilvæga máli. Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir allt og alla,“ segir Skúli Mogensen, for­stjóri WOW air, sem er einn af þeim fimm­tíu einstaklingum sem höfðuðu dómsmál gegn Silicor Mater­ials Inc. Meira »

Guðfinna vill leiða í Reykjavík norður

10:21 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, ætlar að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Meira »

Eygló gefur ekki kost á sér

09:26 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Meira »
Fjórir stálstólar - nýtt áklæði - þessir gömlu góðu
Er með íslenska stáleldhússtóla, ný klædda, á 12.500 kr. stykkið. Sími 869-2798...
MARIE JOE
...
Land Rover freelander 1999
til sölu er bilaður góður fyrir handlægin keyrður ca 140 þ, óska eftir tilboði ...
Nissan Navara með nýrri vél
Nissan Navara 2008, sjálfskiptur Dísel. Keyrður 161.000. Búið að skipta um vél...
 
L helgafell 6017091319 iv/v fjhst.
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017091319 IV/V Fjhst. ...
Könnun á áformum markaðsaðila
Tilkynningar
Seyðisfjarðarkaupstaður Könnun...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...