Jón Ásgeir áfrýjar

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. Kristinn Ingvarsson

Jón Ásgeir Jóhannesson ætlar að áfrýja dómi héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli hans gegn fréttamanninum Svavari Halldórssyni til Hæstaréttar. Lögmaður Jóns Ásgeirs staðfestir þetta. Svavar var sýknaður í héraðsdómi í dag og var Jóni Ásgeiri gert að greiða eina milljón króna í málskostnað.

Jón Ásgeir krafðist þess að ummæli sem birtust í aðalfréttatíma ríkissjónvarpsins 6. desember sl. yrði dæmd dauð og ómerk. Jón Ásgeir krafðist þess að Svavar yrði dæmdur til refsingar vegna ummælanna og birtingar þeirra. Auk þess að honum yrði gert að greiða 3 milljónir kr. í miskabætur.

Svavar sýknaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka