Fáar umsóknir um laus störf

Bláa lónið.
Bláa lónið. mbl.is/Bláa lónið

Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, segir að stjórnvöld verði að gera breytingar á atvinnuleysistryggingakerfinu og setja inn hvata til að ýta á fólk að sækja um vinnu. Hún segir að Bláa lónið hafi átt í erfiðleikum með að manna sum störf þrátt fyrir mikið atvinnuleysi á Suðurnesjum.

Dagný segir misjafnt hversu margar umsóknir berist um störf sem Bláa lónið auglýsir. Um daginn hefðu 130 umsóknir borist um eitt tiltekið starf. „Um önnur störf, eins og t.d. við ræstingar, berast fáar umsóknir. Við auglýstum um daginn eftir ræstingastjóra, sem er stjórnunarstarf með góð laun, en fengum bara örfáar umsóknir.“

Mikið atvinnuleysi er á Suðurnesjum og margir hafa verið atvinnulausir í langan tíma. Dagný segir vitað að langtímaatvinnuleysi brjóti niður sjálfstraust fólks og dragi úr framtaki.

Bláa lónið hefur markað þá stefnu að beina auglýsingum um laus störf að fólki á Suðurnesjum og því fyrst og fremst auglýst í Víkurfréttum. Dagný segir að fyrirtækið sé núna að auglýsa laus störf í annað sinn. Það séu því laus störf hjá fyrirtækinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert